„Svo margt í sumar sem sker úr um að við förum niður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2024 16:23 Guðrún Jóna Kristjánsdóttir tók við stjórnartaumunum hjá Keflavík í sumar. Vísir/Hulda Margrét Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari Keflavíkur, segir það gríðarlegt svekkelsi að liðið sé fallið úr Bestu-deild kvenna í knattspyrnu eftir 4-4 jafntefli gegn Stjörnunni í dag. „Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
„Þetta er náttúrulega gríðarlegt svekkelsi, líka bara fyrir hönd stelpnanna sem eru búnar að leggja líf og sál í þetta í allt sumar. Þetta hefur ekki alveg fallið fyrir okkur,“ sagði Guðrún í leikslok. „Í dag erum við að spila frábærlega á köflum og mikið hrós til stelpnanna fyrir það í þessari erfiðu stöðu. Við höfum kannski ekki alveg haft heppnina með okkur í sumar. Höfum verið að komast í forystu oft og tíðum og svo misst það niður. Það er kannski það sem skilur að í lokin.“ Eins og Guðrún segir var þetta ekki í fyrsta skipti sem Keflavík missir niður forystu í sumar, og ekki í fyrsta skipti sem liðið kemst í 3-0 án þess að vinna leikinn. „Því miður. Þetta er eitthvað sem við þurfum að læra af og fara yfir. Við þurfum bara að fara yfir sumarið og þetta var ekkert leikurinn sem skar úr um þetta í rauninni. Það er svo margt yfir allt sumarið sem sker úr um það að við förum niður.“ Hún segir að skortur á sjálfstrausti valdi því að liðið missir niður slíkar forystur. „Þegar hlutirnir fara að ganga illa og þetta er eitthvað sem hefur gerst áður í sumar þá er sjálfstraustið kannski ekki alveg í botni. Ég held að það sé kannski aðallega það sem var. Þetta voru sirka sjötíu mínútur þar sem við spiluðum frábærlega í dag og það er svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Guðrún tók við stjórnartaumunum hjá Keflavíkurliðinu seint í sumar eftir að Jonathan Glenn var látinn fara. Hún segist þó ekki vita hvað framtíðin ber í skauti sér. „Ég er að klára þetta verkefni með síðasta leik tímabilsins í næstu viku. Svo er ekkert sem hefur verið rætt varðandi framhaldið,“ sagði Guðrún að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Keflavík ÍF Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira