Heimavöllurinn skráður í Færeyjum en vonast til að spila á Íslandi Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. september 2024 13:15 Víkingur tryggði sér sæti í Sambansdeildinni í vetur. vísir / diego Víkingur hefur tilkynnt UEFA að heimaleikir félagsins í Sambandsdeild Evrópu fari fram í Þórshöfn í Færeyjum. Frestur til að breyta leikstað rennur út á mánudag, Víkingur vill spila hér á landi og sendi út neyðarkall til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir aðgerðum. Framkvæmdastjóri Víkings er bjartsýnn á að það takist. Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Vísi. Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu. Haraldur er framkvæmdastjóri Íslandsmeistaranna.x / @harharalds Fyrsti heimaleikur Víkings verður gegn Cercle Brugge 24. október, þeir fá svo FK Borac í heimsókn 7. nóvember og Djurgarden 12. desember. UEFA leggur áherslu á að allir leikirnir fari fram á sama velli, því kemur ekki til greina að spila á Laugardalsvelli sem verður ekki leikfær í desember. Víkingsvöllur uppfyllir ekki kröfur og er algjörlega úr myndinni. Framvöllur í Úlfarsárdal uppfyllir ýmsar kröfur en ekki allar og þykir óhentugur. Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks Kópavogsvöllur er að svo stöddu álitlegasti kosturinn, uppfyllir öryggiskröfur en það þyrfti að bæta lýsinguna. Leigður yrði ljósabúnaður, ekki til eignar, sem myndi kosta 35 til 50 milljónir króna. Kostnaður sem Haraldur segir sambærilegan við að flytja liðið þrisvar sinnum til Færeyja og baka. Lokafrestur til að tilkynna heimavöll rann út á föstudag, og Víkingur tilgreindi þar Þórsvöll í Færeyjum, en fékk samþykkt af UEFA að breyta heimavellinum á mánudag ef þess gefst kostur. Þórsvöllur í Færeyjum Staðan er því svo að Víkingur mun að óbreyttu spila heimaleiki sína í Færeyjum. „Neyðarkall“ var sent út til ríkis og borgar í gær þar sem óskað var eftir lausnum, Haraldur segir KSÍ hafa hjálpað Víkingi mikið en hvorugur aðili sé fær um að bera kostnaðinn, það verði ríkið og borgin að gera. Viðbrögðin hafi þó verið góð og strax séu hlutir komnir á hreyfingu. Hann trúir ekki öðru en að lausn finnist og íslenskur fótbolti verði spilaður áfram á Íslandi.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Grafalvarleg staða: KSÍ skoðar mögulegar lausnir en stjórnar ekki öllu Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir þá stöðu sem upp er komin varðandi komandi leiki Breiðabliks í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í vetur, sýna þá grafalvarlegu stöðu sem íslenskur fótbolti er í. 5. september 2023 13:01