Af og frá að einhver sé sýndur í neikvæðu ljósi Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 12:50 Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir ljóst að flestir hafi skoðun á nýrri auglýsingu félagsins. Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta og markaðssviðs Play segir umdeilda auglýsingu flugfélagsins gerða til að vekja athygli á skemmtilegan hátt. Ekki sé hægt að segja að hún sýni neinn í neikvæðu ljósi Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“ Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Ný auglýsingaherferð flugfélagsins Play, þar sem fáklæddir líkamar sjást hoppa og skoppa áður en tilboð er kynnt hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þeir sem gagnrýna auglýsingarnar hafa haldið því fram að í þeim felist hlutgerving og kvenfyrirlitning. „Markmiðið okkar er alltaf að gera skemmtilegar auglýsingar og vekja athygli sem tókst tvímælalaust í þessu tilfelli. Þetta hefur sannarlega vakið athygli, en þetta er auðvitað mjög umdeilt og það er mjög áhugavert að sjá hvernig fólk skiptist í tvær fylkingar í afstöðu sinni til þessara auglýsinga,“ segir Nadine í samtali við fréttastofu. „Og það er allavegana alveg ljóst að flestir hafa skoðun, en eins og ég segi er þetta fyrst og fremst hugsað sem skemmtilega leið til að vekja athygli og umtal en að sjálfsögðu ekki til að særa neinn.“ Að sögn Nadine sker myndefnið í auglýsingum sig ekki frá því sem fólk sér dagsdaglega á samfélagsmiðlum. „Það er nefnilega þannig að mannslíkaminn vekur alltaf athygli og það er tilgangurinn hér. En svo auðvitað fögnum við öðrum sjónarmiðum og það er svo sannarlega á nógu að taka á samfélagsmiðlunum okkar þessa stundina.“ Þá bendir hún á að undanfarið hafi Play sýnt alls konar fólk og styttur í sínu markaðsefni. „Í sumar höfum við sýnt alls konar fólk og styttur í sundfötum í okkar markaðsefni. Við höfum tekið upp á ýmsu í þeim málum og herferðirnar eru auðvitað misdjarfar eftir aðstæðum og markmiðum.“ Sumir þeirra sem hafa gagnrýnt auglýsingaherferðina segja hana innihalda kvenfyrirlitningu og hlutgervingu. Nadine segir ljóst að enginn sé sýndur í neikvæðu ljósi. „Ef það hallar á eitthvað kyn hérna þá er það að minnsta kosti bæði á karla og konur. Mér finnst einfaldlega bara hæpið að láta eins og það sé einhver sem sé sýndur í neikvæðu ljósi. Það er bara af og frá.“ Hafið þið tekið eftir einhverri breytingu í sölum eftir að auglýsingarnar fóru í loftið? „Salan er bara mjög jákvæð, eins og alltaf þegar við erum með góð tilboð. Ég er gömul fréttakona og mér finnst stóra fréttin hérna vera að við séum með tuttugu prósent afslátt á öllu flugi.“
Auglýsinga- og markaðsmál Play Samfélagsmiðlar Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira