Svo virðist sem bíll og rafhlaupahjól hafi lent saman.
Guðjón Ingason, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að hann telji að meiðsli þess sem var fluttur á sjúkradeild séu ekki alvarleg.
Viðkomandi hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur á slysadeild, en með eymsli í fæti.