Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 15:20 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Alma íbúðafélag sem hingað til hefur gert allt að fimm ára leigusamninga hefur ákveðið að bjóða aðeins upp á 13 mánaða leigusamning. Tilefnið er ný húsaleigulög sem tóku gildi um mánaðamótin. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun