Sá heitir Xavier Babudar en er betur þekktur sem ofurstuðningsmaður Chiefs þar sem hann kallar sig ChiefsAholic.
Öll lið í NFL-deildinni eiga svokallaða ofurstuðningsmenn sem klæða sig alltaf eins á leikdegi og njóta mikillar athygli fjölmiðla sem og stuðningsmanna.
Þessi var alltaf í stuði á vellinum en utan vallar virðist hann hafa lítið annað gert en að ræna banka. Hann hefur nefnilega viðurkennt að hafa rænt ellefu banka í sjö fylkjum Bandaríkjanna. Hann hafði rúmlega 110 milljónir króna upp úr ránunum.
Þarna kom ástæðan fyrir því af hverju hann gat mætt á alla leiki og líka á Super Bowl. Hann einfaldlega rændi banka og lifði síðan hátt.
Hann mun sitja í steininum næstu sautján ár og á engan möguleika á reynslulausn.