Framboð Höllu kostaði 26 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 10:07 Halla Tómasdóttir fagnar nýjum tölum á kosningavöku þann 1. júní síðastliðinn. Hún vann nokkuð öruggan sigur í kosningunum. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir varði 26 milljónum króna í framboð sitt til forseta Íslands. Þetta kemur fram í skýrslu hennar til Ríkisendurskoðunar. Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar. Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Fimmtán fyrirtæki styrktu Höllu um 400 þúsund krónur sem er hámarkið sem einstakur aðili má leggja til framboðs. Fjögur fyrirtæki styrktu um 300 þúsund krónur, eitt 250 þúsund krónur og tólf um 200 þúsund krónur. Fjöldi fyrirtækja styrkti framboðið um lægri upphæð. Meðal styrkjenda má nefna Ölgerðina, Pfaff, Veritas, Eldingu hvalaskoðun, Bonafide lögmenn og KP Capital en samalangt styrktu á sjötta tug fyrirtækja Höllu um ellefu og hálfa milljón króna. Fyrirtækin sem lögðu Höllu til fjármagn í framboðið má sjá hér. Þá lagði Eik fasteignafélag til húsnæði undir kosningaskrifstofu við Ármúla en framlagið var metið á 400 þúsund krónur. Þá hafði Halla afnot af bíl frá BL og var framlagið metið á 178 þúsund krónur. Alls styrktu rúmlega 160 einstaklingar framboð Höllu um fjárhæðir lægri en 300 þúsund krónur. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Sigurður Óli Ólafsson, Björg Harðardóttir, Hilmar Kjartansson, Ragnheiður Jóna Jónasdóttir og Svava Kristinsdóttir styrktu hana um 400 þúsund krónur. Berglind Björk Jónsdóttir, Ólöf Salomon Guðmundsdóttir og Sigurjón Sighvatsson lögðu til 300 þúsund krónur Í útgjaldalið Höllu má sjá að 3,3 milljónir króna fóru í rekstur skrifstofu, tæplega 19 milljónir í auglýsingar og kynningar, 3,6 milljónir í ferðalög og fundi en annar kostnaður nam rúmlega hundrað þúsund krónum. Heildarkostnaður var því 26 milljónir en framlögin í heild rúmlega 22 milljónir. Halla greiddi því tæplega fjórar milljónir úr eigin vasa. Halla hlaut 34 prósent atkvæða í kosningunum en Katrín Jakobsdóttir kom næst með 25 prósent. Uppgjörið á vef Ríkisendurskoðunar.
Halla Tómasdóttir Forsetakosningar 2024 Ríkisendurskoðun Tengdar fréttir Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36 Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17 Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Framboð Katrínar mun dýrara en Höllu Katrín Jakobsdóttir varði rúmlega 57 milljónum króna í forsetaframboð sitt. Það er rúmlega tvöfalt það sem Halla Tómasdóttir eyddi í framboð sitt. Kaupfélag Skagfirðinga var á meðal fjölmargra styrktaraðila Katrínar. 6. september 2024 10:36
Átta milljónir úr eigin vasa Ástþór Magnússon fjármagnaði framboð sitt til forseta Íslands að langstærstum hluta úr eigin vasa. Framboðið kostaði 8,9 milljónir króna og greiddi Ástþór 7,8 milljónir úr eigin vasa. 6. september 2024 10:17
Þénuðu hvorki né eyddu meiru en 550 þúsund Eiríkur Ingi Jóhannsson og Viktor Traustason, sem báðir gáfu kost á sér til embættis forseta Íslands, eyddu hvorki né þénuðu meiru en 550 þúsund krónum í tengslum við framboð sín. Þeir hafa báðir skilað inn yfirlýsingu þess efnis til Ríkisendurskoðunar. 3. september 2024 14:47