Stjörnu-Sævarar leiddu saman hesta sína Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2024 23:26 Það fór vel á með Stjörnu-Neil og Stjörnu-Sævari þegar þeir hittust í Hayden-stjörnuverinu í New York. Sævar Helgi Bragason Tveir þekktir vísindamiðlarar leiddu saman hesta sína þegar Sævar Helgi Bragason og Neil Degrasse Tyson hittust í New York í Bandaríkjunum í dag. Fundur þeir tengist að hluta frétt Vísis af heimsókn Tyson til Íslands þar sem honum var lýst sem bandarískum Stjörnu-Sævari. Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson. Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Tyson er stjarneðlisfræðingur við Hayden-stjörnuver Vísindasögusafns Bandaríkjanna í New York. Hann er jafnframt heimsþekktur vísindamiðlari, ekki síst fyrir sjónvarpsþættina „Cosmos“, endurgerð af sígildum vísindaþáttum stjörnufræðingsins Carls Sagan. Hann hefur einnig stýrt útvarpsþáttunum Startalk Radio. Sævar Helgi hefur getið sér gott orð fyrir að boða fagnaðarerindi stjörnufræðinnar á Íslandi og síðar fyrir vísindamiðlun almennt. Fyrir það hefur hann hlotið nafnbótina Stjörnu-Sævar í fjölmiðlum. Þegar Tyson kom hingað til lands í júní þótti að minnsta kosti einum blaðamanni Vísis því ekki óeðlilegt að tala um hann sem Stjörnu-Sævar Bandaríkjamanna. Hafði húmor fyrir viðurnefninu Í stuttu samtali við Vísi segir Sævar Helgi að hann hafi sent Tyson frétt Vísis í sumar og að hann hafi haft húmor fyrir því sem þar stóð. Hann hafi þá boðið Sævari Helga heim næst þegar hann ætti leið um New York. Þeir hittust svo á skrifstofu Tyson í Hayden-stjörnuverinu í dag. „Loksins, loksins hitti hinn bandaríski Stjörnu-Sævar þann íslenska,“ segir í færslu Sævars Helga á samfélagsmiðlum með myndum sem hann birti af sér með Tyson í dag. Bæði Tyson og Sævar Helgi hafa verið fastagestir í fjölmiðlum þegar útskýra þarf vísindin á alþýðlegan hátt.Sævar Helgi Bragason Sævar Helgi segir að þeir Tyson hafi meðal annars rætt um Ísland og norðurljós en Tyson hefur aldrei séð þau almennilega. „Við ætlum einhvern tímann að bæta úr því,“ segir Sævar Helgi sem gaf Tyson nýjustu bók sína „Iceland at Night“ sem fjallar um norðurljósin og næturhimininn yfir Íslandi. Babak Tafreshi, ljósmyndarinn sem tók myndirnar fyrir bókina, er sameiginlegur vinur þeirra Tyson.
Íslendingar erlendis Vísindi Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira