Áhrifamikil og sláandi yfirlýsing frá bróður Lazars heitins Dukic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2024 06:32 Luka og Lazar Djukic voru miklir félagar. Þeir æfðu og kepptu í sömu íþrótt og deildu saman gleði og sorg. @luka.djukic Luka Dukic, bróðir Lazars heitins, hefur skrifað yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann fer yfir allt í kringum dauða bróður síns á heimsleikunum í CrossFit. Lazar lést fyrir fjórum vikum síðan þegar hann drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Lazar hvarf í vatnið rétt við markið og enginn tók eftir því fyrr en það var of seint. Luka skrifaði langa, áhrifamikla og sláandi yfirlýsingu þar sem hann fór yfir allt það sem gekk á þennan dag og sem á þeim hrikalega erfiðu dögum sem tóku við í framhaldinu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að pistill Luka er fullur af svekkelsi, sársauka og sorg. „Lazzar var allt fyrir mér. Hann var bróðir minn, besti vinur minn, átrúnaðargoðið mitt, keppinautur, æfingafélagi og einhver sem ég fór til þegar ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hann var líka sá sem ég fór alltaf fyrst til með góðu fréttirnar,“ skrifaði Luka Đukic. Vildi að hans hlið kæmi fram Luka segist ekki skulda neinum útskýringu eða að það hafi verið einhver pressa á honum að gefa frá sér yfirlýsingu sem þessa. Hann vildi bara að hans hlið kæmi fram í dagsljósið. Luka sagði frá því að hann og Lazar höfðu prófað fyrstu greinina í aðdraganda leikanna. Þeir hlupu leiðina og syntu í vatninu. Hann sagði líka að bræðurnir hafði ætlað að halda hópinn og passa upp á hvorn annan í sundinu. Fór að leita að bróður sínum „Þegar Lazar fór fyrst í vatnið þá fór hann ekki á réttum stað sem kostaði hann nokkrar sekúndur. Við fórum því í vatnið á sama tíma en það var í síðasta skiptið sem ég sá hann,“ skrifaði Luka. Luka lýsti því líka hvernig hann kláraði greinina og fór síðan að leita að bróður sínum. Hann hitti síðan kærustu sína sem var í miklu ójafnvægi og hrædd af því að henni fannst hún sjá eitthvað í útsendingunni. Fyrst rangar fréttir og svo engar fréttir Luka segist þá hafa farið til íþróttastjórans Dave Castro og spurt hvar bróður hans væri. Castro svaraði: „Hann var númer 27 ekki satt? Þeir sögðu að tölvukubburinn hans hafi farið yfir marklínuna.“ Luka létti strax við þetta en svo kom starfsmaður CrossFit til hans og sagði að tveir hefðu ekki skilað sér í mark. Hann þurfti síðan að bíða lengi án þess að fá neinar fréttir. Luka áttaði sig seinna á því að yfirmenn CrossFit voru þá að bíða eftir því að viðbraðgsaðilar myndu finna lík Lazars. Luka bar seinna kennsl á bróður sinn á mynd. Enginn reyndi að bjarga honum „Það sem ég sá seinna á myndbandinu var að það var enginn að reyna að bjarga Lazar. Hann var að berjast fyrir lífi sínu og fór niður rétt hjá tveimur sjálfboðaliðum sem sáu hann ekki,“ skrifaði Luka. Luka fór siðan aftur á hótelið enn í sundskýlunni. Hann fékk þá að vita að Castro vildi tala við hann. Castro og Nicole Carroll, annar yfirmaður hjá CrossFit, komu þá inn í herbergið og sögðust vilja klára heimsleikana til minningar um Lazar. „Þú ræður þessu hvort sem er ekki“ Luka var í sjokki og sagði við Castro að Castro ætti ekki að ráða því hvað yrði gert. Castro á þá að hafa svarað: „Þú ræður þessu hvort sem er ekki.“ „Það var ekki borin virðing fyrir minni ósk og eftir það talaði ég ekki við neinn frá höfuðstöðvunum,“ skrifaði Luka. Castro vildi tala við hann á laugardagskvöldinu en Luka neitaði honum um það. Það má lesa allan pistilinn hér fyrir neðan. Það þarf að fletta til að lesa hann allan. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic) CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Lazar lést fyrir fjórum vikum síðan þegar hann drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna. Lazar hvarf í vatnið rétt við markið og enginn tók eftir því fyrr en það var of seint. Luka skrifaði langa, áhrifamikla og sláandi yfirlýsingu þar sem hann fór yfir allt það sem gekk á þennan dag og sem á þeim hrikalega erfiðu dögum sem tóku við í framhaldinu. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að pistill Luka er fullur af svekkelsi, sársauka og sorg. „Lazzar var allt fyrir mér. Hann var bróðir minn, besti vinur minn, átrúnaðargoðið mitt, keppinautur, æfingafélagi og einhver sem ég fór til þegar ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Hann var líka sá sem ég fór alltaf fyrst til með góðu fréttirnar,“ skrifaði Luka Đukic. Vildi að hans hlið kæmi fram Luka segist ekki skulda neinum útskýringu eða að það hafi verið einhver pressa á honum að gefa frá sér yfirlýsingu sem þessa. Hann vildi bara að hans hlið kæmi fram í dagsljósið. Luka sagði frá því að hann og Lazar höfðu prófað fyrstu greinina í aðdraganda leikanna. Þeir hlupu leiðina og syntu í vatninu. Hann sagði líka að bræðurnir hafði ætlað að halda hópinn og passa upp á hvorn annan í sundinu. Fór að leita að bróður sínum „Þegar Lazar fór fyrst í vatnið þá fór hann ekki á réttum stað sem kostaði hann nokkrar sekúndur. Við fórum því í vatnið á sama tíma en það var í síðasta skiptið sem ég sá hann,“ skrifaði Luka. Luka lýsti því líka hvernig hann kláraði greinina og fór síðan að leita að bróður sínum. Hann hitti síðan kærustu sína sem var í miklu ójafnvægi og hrædd af því að henni fannst hún sjá eitthvað í útsendingunni. Fyrst rangar fréttir og svo engar fréttir Luka segist þá hafa farið til íþróttastjórans Dave Castro og spurt hvar bróður hans væri. Castro svaraði: „Hann var númer 27 ekki satt? Þeir sögðu að tölvukubburinn hans hafi farið yfir marklínuna.“ Luka létti strax við þetta en svo kom starfsmaður CrossFit til hans og sagði að tveir hefðu ekki skilað sér í mark. Hann þurfti síðan að bíða lengi án þess að fá neinar fréttir. Luka áttaði sig seinna á því að yfirmenn CrossFit voru þá að bíða eftir því að viðbraðgsaðilar myndu finna lík Lazars. Luka bar seinna kennsl á bróður sinn á mynd. Enginn reyndi að bjarga honum „Það sem ég sá seinna á myndbandinu var að það var enginn að reyna að bjarga Lazar. Hann var að berjast fyrir lífi sínu og fór niður rétt hjá tveimur sjálfboðaliðum sem sáu hann ekki,“ skrifaði Luka. Luka fór siðan aftur á hótelið enn í sundskýlunni. Hann fékk þá að vita að Castro vildi tala við hann. Castro og Nicole Carroll, annar yfirmaður hjá CrossFit, komu þá inn í herbergið og sögðust vilja klára heimsleikana til minningar um Lazar. „Þú ræður þessu hvort sem er ekki“ Luka var í sjokki og sagði við Castro að Castro ætti ekki að ráða því hvað yrði gert. Castro á þá að hafa svarað: „Þú ræður þessu hvort sem er ekki.“ „Það var ekki borin virðing fyrir minni ósk og eftir það talaði ég ekki við neinn frá höfuðstöðvunum,“ skrifaði Luka. Castro vildi tala við hann á laugardagskvöldinu en Luka neitaði honum um það. Það má lesa allan pistilinn hér fyrir neðan. Það þarf að fletta til að lesa hann allan. View this post on Instagram A post shared by Luka Đukić (@luka.djukic)
CrossFit Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira