Gekk yfir nýstorknað hraun á leið frá gígnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 14:43 Fótur ferðamannsins fer í gegnum þunna skorpuna á nýstorknuðu hrauninu. Kevin Páges Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður. Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13