Í gær vann okkar maður sannfærandi sigur á Finnanum Mika Mielonen í Helsinki.
Eftir að hafa lumbrað á Finnanum í fimm lotur gafst sá finnski upp og kastaði inn hvíta handklæðinu í byrjun sjöttu lotu.
Kolbeinn hefur nú unnið alla sextán bardaga sína á ferlinum og þar af tíu með rothöggi.
Hér að neðan má sjá svipmyndir af Kolbeini í bardaganum. Myndbandið tók Kristinn Gauti Gunnarsson.