Lægð yfir landinu og gul viðvörun á Breiðafirði Lovísa Arnardóttir skrifar 4. september 2024 07:23 Það er ágætis hiti þrátt fyrir rigningu. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil. Vísir/Vilhelm Lægð stödd fyrir vestan okkur og úrkomusvæði frá henni fer yfir landið í dag með sunnan strekkingi. Í hugleiðingum veðurfræðings spáir mjög hvössum vindstrengjum á norðanverðu Snæfellsnesi og hefur verið gefin út gul viðvörun vegna þess. Viðvörunin er í gildi frá klukkan átta til 15 í dag. Hiti verður líklega á bilinu 8 til 16 stig og verður hlýjast norðaustantil. Á morgun er önnur lægð í kortunum á svipuðum slóðum. Sú verður dýpri en lægðin í dag. Það þýðir að vindur verður víða allhvass eða hvass, sunnan- eða suðvestanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það gæti jafnvel orðið stormur í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Samhliða þessu megi búast við talsverðri rigningu fyrri part dags sunnan- og vestanlands. Seinnipartinn á morgun dregur svo úr vætu og rofar til í norðausturfjórðungi landsins, þar eru horfur á að hiti nái 20 stigum í hnjúkaþey. Annað kvöld dregur síðan úr vindbelgingnum. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi um kvöldið. Nánar um veðrið á vef Veðurstofu og færð á vef Vegagerðar. Á vef þeirra má sjá að greiðfært er um landið en víða framkvæmdir og malbikun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan og síðar suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðantil á landinu. Víða rigning fyrripart dags. Dálítil væta síðdegis, en léttir til norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi um kvöldið. Á föstudag: Suðvestan og sunnan 8-15 og lítilsháttar súld, en hægari vindur og léttskýjað austantil á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Fer að rigna vestanlands um kvöldið. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og víða bjart, en skýjað með köflum og smáskúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum á norðanverðu landinu, en stöku skúrir sunnantil. Kólnandi veður. Á mánudag: Norðanátt og lítilsháttar skúrir eða slydduél norðaustantil á landinu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig að deginum, mildast syðst. Á þriðjudag: Vestlæg átt og víða léttskýjað. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn. Veður Færð á vegum Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sjá meira
Á morgun er önnur lægð í kortunum á svipuðum slóðum. Sú verður dýpri en lægðin í dag. Það þýðir að vindur verður víða allhvass eða hvass, sunnan- eða suðvestanátt. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það gæti jafnvel orðið stormur í vindstrengjum á norðanverðu landinu. Samhliða þessu megi búast við talsverðri rigningu fyrri part dags sunnan- og vestanlands. Seinnipartinn á morgun dregur svo úr vætu og rofar til í norðausturfjórðungi landsins, þar eru horfur á að hiti nái 20 stigum í hnjúkaþey. Annað kvöld dregur síðan úr vindbelgingnum. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi um kvöldið. Nánar um veðrið á vef Veðurstofu og færð á vef Vegagerðar. Á vef þeirra má sjá að greiðfært er um landið en víða framkvæmdir og malbikun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Sunnan og síðar suðvestan 13-23 m/s, hvassast norðantil á landinu. Víða rigning fyrripart dags. Dálítil væta síðdegis, en léttir til norðaustan- og austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á norðaustanverðu landinu. Dregur úr vindi um kvöldið. Á föstudag: Suðvestan og sunnan 8-15 og lítilsháttar súld, en hægari vindur og léttskýjað austantil á landinu. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Fer að rigna vestanlands um kvöldið. Á laugardag: Suðvestan 8-15 og víða bjart, en skýjað með köflum og smáskúrir á Suður- og Vesturlandi. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum á norðanverðu landinu, en stöku skúrir sunnantil. Kólnandi veður. Á mánudag: Norðanátt og lítilsháttar skúrir eða slydduél norðaustantil á landinu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Hiti 2 til 10 stig að deginum, mildast syðst. Á þriðjudag: Vestlæg átt og víða léttskýjað. Hiti 5 til 10 stig yfir daginn.
Veður Færð á vegum Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Von á stormi Frost að sjö stigum og von á næstu lægð Éljagangur sunnan- og vestantil seinni partinn Norðanátt og frystir smám saman Rigningarveður í kortunum Slydda og snjókoma fyrir norðan Útlit fyrir talsverða rigningu Mögulegt hvassviðri fyrir sunnan Lægðagangur í suðri og hæðasvæði í norðri Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Víðast skúrir og él og herðir á vindi í kvöld Úrhellisrigning á Vesturlandi Gular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gæti sést til eldinga á vestanverðu landinu Myndarlegir úrkomubakkar fara yfir landið Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Óvenjulegt að allt landið sé undir Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sjá meira