Annar var handtekinn í miðborginni grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna en við leit á honum fundust einnig ætluð fíkniefni.
Tveir voru vistaðir í fangageymslu í annarlegu ástandi en annar þeirra er grunaður um rúðubrot og önnur eignaspjöll í póstnúmerinu 105. Lögreglu barst einnig tilkynning um innbrot og þjófnað úr bifreið í Hafnarfirði.
Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, ýmist fyrir að aka of hratt, án ökuréttinda eða undir áhrifum.