Hvetur Íslendinga til að minnast Sarkic sem var í fríi með íslenskri konu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:03 Matija Sarkic í síðasta landsleik sínum fyrir Svartfjallaland, þar sem hann var maður leiksins í tapi gegn Belgum. Getty/Alex Gottschalk Svartfellingar mæta Íslendingum á Laugardalsvelli á föstudaginn í sínum fyrsta leik eftir andlát markvarðar liðsins, Matija Sarkic, sem lést í júní 26 ára að aldri. Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira
Leikurinn á föstudag er í fyrstu umferð Þjóðadeildar karla í fótbolta og kom íslenska liðið saman til æfinga í Reykjavík í gær. Gestirnir frá Svartfjallalandi eru svo væntanlegir en þeir verða án Sarkic sem hafði verið besti maður liðsins í síðasta landsleik sem hann spilaði, 2-0 tapi gegn stórliði Belga 5. júní. Tíu dögum eftir þann leik lést Sarkic en hann var þá í sumarfríi með kærustu sinni Phoebe, gömlum liðsfélaga úr Aston Villa, Oscar Borg (fyrrverandi leikmanni Stjörnunnar og Hauka), og íslenskri kærustu Borgs, Þórhildi Björgvinsdóttur, í bænum Budva í Svartfjallalandi. Fjölskyldu hans var tjáð að hann hefði fengið skyndilega hjartabilun. Blaðamaðurinn Vladimir Novak skrifar grein um svartfellska liðið í Morgunblaðinu í dag og hvetur þar Knattspyrnusamband Íslands til þess að minnast Sarkic. „Á heimaleiknum gegn Wales næsta mánudag verður einnar mínútu þögn, eða einnar mínútu klapp, til heiðurs Matija Sarkic. Ég þekki ekki reglur UEFA um slíkt en það yrði fallega gert af Knattspyrnusambandi Íslands ef það hefði mínútu þögn til heiðurs Matija Sarkic á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið,“ skrifar Novak. Leikmenn Wolves og Chelsea heiðruðu minningu Matija Sarkic fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, en Sarkic var á sínum tíma leikmaður Wolves.Getty/Malcolm Couzens Sarkic var leikmaður Millwall á Englandi þegar hann lést, en hafði áður verið á mála hjá bæði Wolves og Aston Villa og farið víða um England sem lánsmaður. Hans var því víða minnst á leikvöngum á Englandi þegar leiktíðin þar hófst í ágúst. Jovetic enn stærsta stjarna liðsins Novak bendir á að nokkra leikmenn vanti í svartfellska hópinn vegna meiðsla og að óvissa ríki um miðvörðinn þekkta Stefan Savic, sem lengi lék í vörn Atlético Madrid, en hann hefur átt við meiðsli að stríða. Hann er nú orðinn leikmaður Trabzonspor í Tyrklandi. Stærsta stjarna Svartfjallalands sé hins vegar enn Stevan Jovetic, sem verður 35 ára í haust. Hann er án félags eftir að hafa síðast leikið með Olympiacos, en lék áður með liðum á borð við Fiorentina, Manchester City, Inter og Monaco.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Barist um bikarinn Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Messi var óánægður hjá PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Bayern kom til baka gegn Stuttgart Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Ísak Bergmann skoraði í leik sem mátti ekki tapast en tapaðist samt Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Sjá meira