Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2024 07:01 Freyr er bjartsýnn fyrir hönd frjálsra íþrótta á Íslandi. Vísir/Stöð 2 „Fögnuður náttúrulega, erum búin að bíða lengi eftir þessum degi að ákvörðun sé tekin,“ sagði Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttasamband Íslands, um þá ákvörðun að nú sé Laugardalsvöllur alfarið tileinkaður fótbolta. Frjálsar íþróttir yfirgefa því Laugardalsvöll en eiga að fá nýja aðstöðu sem einnig verður í Laugardalnum. „Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni. Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
„Eins og við öllum vitum hafa verið stórar hugmyndir, nú erum við komin með praktíska leið til að leysa málin til framtíðar fyrir knattspyrnu sem og frjálsíþróttir. Ég fagna þessu bara mikið og innilega,“ bætti Freyr við. „Ég hef átt virkilega gott samtal við Þorvald (Örlygsson, formann Knattspyrnusamband Íslands) og Vöndur (Sigurgeirsdóttur) forvera hans. Það var komið að því að, eins og fram hefur komið, KSÍ væri komið upp við vegg. Við formennirnir vorum sammála um að finna lausn sem gæti gengið fyrir bæði.“ „Höfum verið hér í sambúð sem hefur gengið eins og sumar sambúðir geta farið. Nú fær hvor sitt heimili sem er betra fyrir íþróttafjölskylduna þegar til lengri tíma er litið.“ Hvað varðar nýtt heimili frjálsíþrótta „Við vonumst til að við getum séð Smáþjóðarmeistaramót á Íslandi 2028 sem þýddi að völlurinn þyrfti að vera kominn 2027. Með öðrum orðum, það eru þrjú sumur.“ „Við erum að vonast til að hér verði samt hægt að hlaupa áfram næstu árin á hringbrautunum. Við erum með Þjóðarhöllina hér í Laugardalnum og leikvang í Mjódd sem ÍR hefur með að segja. Við reynum að halda niðri í okkur andanum, erum búin að bíða í svo afskaplega mörg ár með að sjá einhverja framtíðarlausn svo við bíðum þessi ár í viðbót þangað til þetta er komið.“ Klippa: Formaður FRÍ óttast ekki að frjálsíþróttir sitji eftir Að lokum var Freyr spurður hvort það væri einhver hræðsla að Frjálsíþróttsambandið myndi enda utan gátta þegar uppbygging á nýjum knattspyrnuvelli færi af stað í Laugardalnum. „Hreint alls ekki. Það er það sem viljayfirlýsingin er afskaplega skýr um. Treysti að núverandi og framtíðar stjórnvöld muni standa við þau orð sem hér hafa verið sett á blað og skrifað undir. Held að við vitum öll hversu mikilvægt það er að hafa aðstöðuna í lagi og þetta eru áratuga framkvæmdir sem er verið að leggja upp í svo við erum viss að þetta verði leyst.“ Viðtalið við Frey má sjá í heild sinni ofar í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30 Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Ísak hættur með ÍR Körfubolti Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Laugardalsvelli verður breytt og þar lagt hybrid gras, það er að segja blanda af grasi og gervigrasi, í stað grasvallarins sem þar hefur verið. Völlurinn verður alfarið tileinkaður fótbolta. 2. september 2024 14:30
Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. 2. september 2024 21:32