Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2024 21:32 Þorvaldur segir fyrsta skrefið hafa verið tekið. Vísir/Stöð 2 „Þetta var eitt af mínum aðal málum og aðal málum hreyfingarinnar. Erum búin að heyra þetta í mörg ár og lítið búið að gerast en sem betur fer komin hreyfing á það,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eftir að tilkynnt var að nýtt gras yrði lagt á Laugardalsvöll. Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira
Í dag var greint frá því að svokallað hybrid gras, blanda af grasi og gervigrasi, yrði lögð á Laugardalsvöll. Þá yrði völlurinn alfarið tileinkaður fótbolta. „Ég og Freyr (Ólafsson, formaður FRÍ) í Frjálsíþróttasambandinu höfum átt gott samtal og höfum komið virkilega góðri hreyfingu á málið með ráðherrum,“ bætti Þorvaldur við. Ífyrramálið, þriðjudag, birtist viðtal við Frey hér á Vísi. Þorvaldur segir þetta mál hafa átt hug hans allan sem og tíma síðan hann var kosinn í embætti. „Síðan hefur okkar ágæti Einar borgarstjóri verið mjög hjálplegur í því. Bjarni er gamall fótboltamaður og hjálpar okkur í þessu öllu sem og allir ráðherrar innan ríkisstjórnarinnar líka, held að öll séu mjög jákvæð á að klára þetta.“ Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Einar Þorsteinsson borgarstjóri, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Freyr Ólafsson, formaður FRÍ, og Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun viljayfirlýsingar á Laugardalsvelli í dag.vísir/Arnar Hvernig voru samtölin við FRÍ og hvað er verið að líta á til framtíðar hvað varðar þjóðarleikvang knattspyrnu annars vegar og frjálsra íþrótta hins vegar? „Ef við horfum á völlinn núna er ekkert að gerast hvorki knattspyrnuna né frjálsíþrótta-sambandið. Til að við horfum fram veginn þurfum við að láta boltann rúlla saman og nú fær frjálsíþróttasambandið vonandi sinn eigin heimavöll á næstu árum. Að sama skapi getum við horft til framtíðar með að hafa knattspyrnuna hér.“ „Hybrid-gras er byrjunin og svo erum við í að horfa á að endurnýja byggingar og annað. Það segir sig sjálft að ef maður byrjar með svona verkefni þá horfir maður til lengri tíma en með mjög jákvæðum huga.“ Um undirlag Laugardalsvallar „Erum með undirlag frá 1958 og gras síðan ég veit ekki hvenær. Erum ekki með undirhita búandi á Íslandi, það er 2024 og að við höfum verið stopp í svona mörg ár er svolítið sorglegt.“ Laugardalsvöllur er ekki svona grænn allan ársins hring.Vísir/Vilhelm „Það sem var jákvæðast við allt þegar við fórum af stað var hvað hljómgrunnurinn var jákvæður með þær hugmyndir sem við settum fram. Raunhæfar hugmyndir sem öll geta sætt sig við en að sama skapi sjá menn fram á að hér verði mjög góður og fallegur völlur.“ „Þetta er þjóðarleikvangurinn, auðvitað talar fólk um hvort annarstaðar eigi að vera annar völlur en það er langtímaplan. Þetta er framtíðarplanið okkar hér.“ „Margar góðar og skemmtilegar minningar, bæði sem leikmaður og áhorfandi. Þetta er góður staður að vera á og gaman að vera hér en það er óþarfi að hafa sömu búningsklefa og þegar ég var að spila,“ sagði Þorvaldur brosandi. Aukinn fjöldi Evrópuleikja og A-landslið kvenna á Kópavogsvelli Staðan á Laugardalsvelli var orðin það slæm að A-landslið kvenna þurfti að leika á Kópavogsvelli og hefur tímabilið karla megin lengst til muna með þátttöku Breiðabliks og síðar í ár Víkings í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Við þurfum að horfa til framtíðar. Þetta er ekki bara mikilvægt fyrir Knattspyrnusambandið heldur alla hreyfinguna. Við sáum það þá - þegar Breiðablik tók þátt í riðlakeppni - að við þurfum að gera eitthvað.“ „Ég veit að öll félögin eru tilbúin að hjálpast að, á einhverjum tímapunkti verður hikst með að færa leiki en við aðlögum okkur að því sem hreyfing og vinnum saman. Þetta eru hagsmunir allra.“ Klippa: Vonar að framkvæmdir hefjist í haust: Maður mætir hér með skóflu Að endingu sagðist Þorvaldur vonast til að framkvæmdir hefjist í haust. „Vonast til að við getum byrjað að grafa og moka. Maður mætir hér með skóflu en við skulum sjá. Það er komið skref, nú byrjum við næsta. Við erum komin af stað.“ Jafnframt sagði formaðurinn að sambandið væri að vinna með Víkingum í hvar liðið myndi spila heimaleiki sína í Sambandsdeild Evrópu þar sem Laugardalsvöllur væri ekki leikfær. Viðtalið við Þorvald má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti KSÍ Laugardalsvöllur Frjálsar íþróttir Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal að stela Eze frá Tottenham Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Leik lokið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á uppleið Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Sjá meira