Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 14:00 Fylkiskonur eru með bakið uppi við vegg í fallbaráttu Bestu deildarinnar. vísir/HAG Fylkisfólk hefur blásið í herlúðra fyrir leikinn við Stjörnuna í Garðabæ í kvöld, í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fylkir þarf á sigri að halda í erfiðri fallbaráttu. Á Facebook-síðu Fylkis er birt „ákall til Árbæinga“ og þeir hvattir til að mæta á Fylkisvöll í dag, þaðan sem fríar rútuferðir verða í Garðabæinn. Þeir sem mæta í appelsínugulum einkennislitum Fylkis fá fríar pylsur eða hamborgara af grillinu á Fylkisvelli kl. 16, og boðið verður upp á spurningakeppni fyrir yngri kynslóðina með veglegum vinningum, samkvæmt auglýsingu. Stuðningsmenn eru minntir á það hve mikið dyggur stuðningur þeirra hjálpaði í úrslitaleik gegn Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra og ljóst er að Fylkisliðið þarf ekki síður á stuðningi að halda í dag. Sex stig upp í næsta örugga sæti Fylkir situr nefnilega í fallsæti með aðeins 10 stig eftir 18 leiki, jafnmörg stig og botnlið Keflavíkur. Næsta lið fyrir ofan er Tindastóll með 16 stig, og Stjarnan er örugg um að halda sér áfram í deildinni með 21 stig. Tap í kvöld færi því langt með að fella Fylkiskonur. Deildinni hefur nú verið skipt upp og spila þessi fjögur lið í neðri hlutanum innbyrðis. Tindastóll vann 2-1 gegn Keflavík í gær og er því sex stigum frá fallsæti fyrir leikinn í kvöld. Á laugardaginn mætast Tindastóll og Fylkir á Sauðárkróki, en Keflavík og Stjarnan suður með sjó. Lokaumferðin er svo 14. september þegar Stjarnan tekur á móti Tindastóli en Fylkir á móti Keflavík. Leikur Stjörnunnar og Fylkis hefst klukkan 18 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar er svo gerð upp í Bestu mörkunum strax í kjölfarði. Besta deild kvenna Fylkir Stjarnan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira
Á Facebook-síðu Fylkis er birt „ákall til Árbæinga“ og þeir hvattir til að mæta á Fylkisvöll í dag, þaðan sem fríar rútuferðir verða í Garðabæinn. Þeir sem mæta í appelsínugulum einkennislitum Fylkis fá fríar pylsur eða hamborgara af grillinu á Fylkisvelli kl. 16, og boðið verður upp á spurningakeppni fyrir yngri kynslóðina með veglegum vinningum, samkvæmt auglýsingu. Stuðningsmenn eru minntir á það hve mikið dyggur stuðningur þeirra hjálpaði í úrslitaleik gegn Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra og ljóst er að Fylkisliðið þarf ekki síður á stuðningi að halda í dag. Sex stig upp í næsta örugga sæti Fylkir situr nefnilega í fallsæti með aðeins 10 stig eftir 18 leiki, jafnmörg stig og botnlið Keflavíkur. Næsta lið fyrir ofan er Tindastóll með 16 stig, og Stjarnan er örugg um að halda sér áfram í deildinni með 21 stig. Tap í kvöld færi því langt með að fella Fylkiskonur. Deildinni hefur nú verið skipt upp og spila þessi fjögur lið í neðri hlutanum innbyrðis. Tindastóll vann 2-1 gegn Keflavík í gær og er því sex stigum frá fallsæti fyrir leikinn í kvöld. Á laugardaginn mætast Tindastóll og Fylkir á Sauðárkróki, en Keflavík og Stjarnan suður með sjó. Lokaumferðin er svo 14. september þegar Stjarnan tekur á móti Tindastóli en Fylkir á móti Keflavík. Leikur Stjörnunnar og Fylkis hefst klukkan 18 í kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar er svo gerð upp í Bestu mörkunum strax í kjölfarði.
Besta deild kvenna Fylkir Stjarnan Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Sjá meira