Vinsælir Íslendingar aftur valdir fyrir næsta EM Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2024 10:31 Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Kristianstad á HM 2023. vísir/Vilhelm Það eru enn rúmir sextán mánuðir í að EM karla í handbolta hefjist, og öll undankeppnin er eftir, en það er engu að síður orðið ljóst í hvaða riðli strákarnir okkar í íslenska landsliðinu myndu spila. Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ísland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá og með árinu 2000 og hafnaði í 10. sætinu á mótinu í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Næsta Evrópumót verður í janúar 2026 og fer það fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Leikið verður í sex riðlum og mega gestgjafarnir velja eina þjóð í hvern riðil, til að ýta undir að áhorfendafjöldi verði sem mestur. Ísland, Færeyjar og Þýskaland fengu riðil Ísland er ein þriggja þjóða sem valdar voru, fyrir utan gestgjafana þrjá, og mun Ísland spila í F-riðli í Kristianstad í Svíþjóð, komist liðið á mótið. Íslendingar streymdu einmitt til Kristianstad á HM 2023 þegar riðill Íslands var spilaður þar og mynduðu gríðarlega stemningu. Auk Íslands var svo liði Þýskalands raðað í A-riðil í Herning í Danmörku, og Færeyjar settar í D-riðil í Ósló. Gestgjafarnir þrír fara svo í hina riðlana þrjá; Noregur í C-riðil í Ósló, Svíþjóð í E-riðil í Malmö og Danmörk í B-riðil í Herning. Íslenskir stuðningsmenn virðast vinsælir eða áreiðanlegir, því Íslandi var til að mynda einnig, af gestgjöfum, úthlutað sæti í riðli í Kristianstad á HM 2023 og í München á EM í Þýskalandi í janúar. En áður en að EM 2026 kemur þarf Ísland að klára sitt í undankeppninni sem hefst 6. nóvember þegar Ísland tekur á móti Bosníu. Í undanriðli Íslands eru einnig Grikkland og Georgía. Leiðin til Kristianstad að vera ansi greið því tvö efstu lið hvers riðils, og fjögur bestu liðin í 3. sæti í riðlunum átta, komast beint á EM. Á vef EHF er vakin athygli á því að miðasala á leikina á EM hefjist 12. september. Næsta stórmót Íslands er hins vegar HM í janúar þar sem riðill Íslands verður spilaður í Zagreb í Króatíu.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira