Áfram með smjörið Tinna Sigurðardóttir skrifar 2. september 2024 08:31 Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það hefur margsýnt sig að það að lesa fyrir börn í æsku hefur mjög jákvæð áhrif á lestrarnám og lestrarútkomu barna seinna meir. Barnið lærir að hlusta og þegar vel tekst til skapast falleg nánd og samvera þegar lesin er saman saga. Hljóðbækur eru líka góðar en þá kannski tapast þessi samvera ef barnið er eitt að hlusta. Það er kannski ekki öllum tamt að lesa fyrir barnið sitt og það er mikilvægt að lesa ekki endilega frá orði til orðs fyrir þessi yngstu heldur spjalla meira og sýna myndirnar, benda og handfjatla bækurnar. Það má byrja að skoða bækur með ungabörnum frá nokkurra mánaða aldri. Gefa sér tíma í lesturinn, tala um það sem er að gerast í bókinni og gefa barninu færi á að spyrja. Að hafa bækur í nærumhverfi barna er líka mjög mikilvægt sem og að foreldrar séu fyrirmyndir og sjáist stundum halda á bók. Nú þegar allir eru fastir í símum og lesa jafnvel allt sitt þar er minna um þennan "sameiginlega" lestur, þegar Mogginn lá útbreiddur á eldhúsborðinu og börnin höfðu stóran texta fyrir framan sig til að skoða og pæla í. Með því að hafa bækur og prentað efni í augsýn búum við til tækifæri til dæmis til að spjalla um stafina, pæla í hvað þeir heita, hvaða hljóð þeir segja og hver á hvaða staf osfrv. Í lestrarnámi felst líka að vera áttaður, þekkja heimilisfangið sitt, göturnar í kringum húsin sín, lesa af skiltum og þess háttar. Rannsóknir sýna að börn sem lesið er fyrir hafa margfalt meiri orðaforða en þau sem missa af því. Slök lestrarfærni í fyrsta bekk er áhyggjuefni því grunnurinn að lestrarnáminu er lagður mun fyrr og liggur í að barnið hafi kynnst því að lesið sé í kringum það og hafi kynnst prentuðu máli. Að sumu leyti má líka segja að að sumu leyti sé slæmt að allt sjónvarpsefni sé talsett því textað efni var mjög góð lestraræfing! Íslendingar eru bókmenntaþjóð, okkar helsti menningararfur liggur í bókmenntum og það ætti að vera kappsmál að hér séu flestir orðnir fluglæsir löngu fyrir 4. bekk. Við eigum nóg af sérþekkingu og mannafla til að láta það gerast - áfram með smjörið. Höfundur er talmeinafræðingur.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun