Reisa 350 metra af girðingum á dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 13:31 Hættulegustu svæði bæjarins verða girt af með girðingum sem samtals verða tæpir sjö kílómetrar. Vísir/Arnar Vinna við að fylla í sprungur og girða af hættuleg svæði í Grindavík er hafin. Tæplega sjö kílómetrar af girðingu verða lagðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í október. Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira