Reisa 350 metra af girðingum á dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2024 13:31 Hættulegustu svæði bæjarins verða girt af með girðingum sem samtals verða tæpir sjö kílómetrar. Vísir/Arnar Vinna við að fylla í sprungur og girða af hættuleg svæði í Grindavík er hafin. Tæplega sjö kílómetrar af girðingu verða lagðir. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdunum í október. Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Fyllt er í sprungur á fimm stöðum í bænum, en framkvæmdirnar eru hluti af aðgerðaáætlun um viðgerðir á götum, opnum svæðum og öðrum innviðum í Grindavík. Þá verða girðingar reistar um hættulegustu svæði bæjarins. Fulltrúi í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar segir áætlað að hægt verði að leggja út um 350 metra af girðingum á degi hverjum, en heildarlengd þeirra mun spanna 6,8 kílómetra. „Þannig að það tekur svona tvær, þrjár vikur að klára það verkefni. Þetta miðast að því að gera bæinn öruggari, þannig að við getum horft til þess að opna bæinn meira en nú er,“ segir Gunnar Einarsson, sem situr í ráðgjafahópnum fyrir hönd Grindavíkurnefndar. Búist er við að öllum framkvæmdum verði lokið í október. Einhver hús í bænum verða girt af, til að mynda við Víkurbraut þar sem farið verður í framkvæmdir. „Það er líka annað í þessu og það er að það þarf að rífa einhver hús sem eru altjónuð og þá þarf að fara mjög varlega í þær aðgerðir með öryggi í huga.“ Gunnar Einarsson á sæti í ráðgjafahóp um framkvæmdirnar fyrir hönd Grindavíkurnefndar.Vísir/Vilhelm Gæta fyllsta öryggis Gunnar segir það metið sem svo að tímabært sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Við erum líka að tala um lagfæringar á lögnum til að halda þarna á hita og fleiru. Við metum það svo að það sé tímabært að gera þetta, og hefðum ekki ráðist í þetta öðruvísi. Núna er hlé á hræringum í Grindavík, og þá lítum við svo á að það sé hægt að vinna að þessum framkvæmdum,“ segir Gunnar. Vegagerðin, sem sé verkkaupi, geri strangar öryggiskröfur til þeirra fimm verktaka sem að framkvæmdunum koma. „Menn fara sér að engu óðslega í þessu og fylgja mjög ströngum reglum hvað varðar öryggi og aðgengi að þessum framkvæmdum.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira