Svíinn tryggði Newcastle sigurinn

Alexander Isak fagnar sigurmarki sínu fyrir Newcastle United í dag.
Alexander Isak fagnar sigurmarki sínu fyrir Newcastle United í dag. Getty/Robbie Jay Barratt

Newcastle vann 2-1 heimasigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurmarkið kom úr skyndisókn tólf mínútum fyrir leikslok.

Tottenham menn fengu tækifæri til að fá miklu meira út úr þessum leik en hafa nú aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum.

Newcastle hoppaði aftur á móti upp í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig af níu mögulegum.

Hetja heimamanna var Svíinn Alexander Isak sem skoraði sigurmarkið á 78. mínútu.

Harvey Barnes kom Newcastle í 1-0 á 37. mínútu með laglegu viðstöðulausu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Lloyd Kelly.

Tottenham var mjög ógnandi allan leikinn en tókst ekki að nýta sér margar lofandi stöður í og við vítateig Newcastle.

Þeir jöfnuðu þó metin á 56. mínútu þegar Daniel Burn varð fyrir því að setja boltann í eigið mark eftir frábæra markvörslu Nick Pope. Pope hélt að hann hefði bjargað marki en í stað þess að hreinsa frá þá sendi Burn boltann í eigið mark.

Svekkjandi fyrir Newcastle en þeir náði að svara með marki tólf mínútum fyrir leikslok.

Alexander Isak skoraði þá af stuttu færi eftir stoðsendingu frá Jacob Murphy. Markið kom úr skyndisókn og gegn gangi leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira