„Þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:43 Sean Dyche ósáttur í leiknum í dag. Vísir/Getty Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði eftir tapið gegn Bournemouth í dag að þetta væri þriðji leikurinn sem liðið henti frá sér á tímabilinu. Everton er enn án sigurs í deildinni eftir ótrúlegt tap í dag. Everton tapaði sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Bournemouth á heimavelli. Everton var 2-0 yfir þegar örskammt var eftir en Bournemouth skoraði þrjú mörk undir lok leiksins og tryggði sér 3-2 sigur. Knattspyrnustjórinn Sean Dyche var vitaskuld svekktur eftir leik. „Við gerðum svo margt rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið,“ en Bournemouth minnkaði muninn í 2-1 á 87. mínútu leiksins. „Ég held að þeir hafi átt eitt skot á rammann áður en þeir skoruðu og leikurinn hefði átt að vera búinn. Við fengum á okkur eitt mark og köstuðum þessu frá okkur. Ég get ekki náð utan um þetta akkúrat núna,“ sagði Dyche í samtali við BBC eftir leik. „Þeir héldu áfram að henda boltanum fram og voru verðlaunaðir fyrir það í lokin. Í ensku úrvalsdeildinni þarftu að spila leikinn allt til enda og við gerðum það ekki. Þeir sóttu og settu boltann inn í teiginn og við náðum ekki að bregðast við því. Þetta var einfalt en við hentum þessu frá okkur. Þetta er þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur á þessu tímabili. Everton hefur fengið á sig 10 mörk í þremur leikjum á tímabilinu og er enn án stiga. Dyche sagði menn þurfa að líta í eigin barm. „Þú þarft alltaf að geta klárað leiki og sérstaklega á þessu stigi fótboltans. Allir litu á einhverja aðra til að taka á hlutunum og þá erum við í vandræðum. Maður gat séð líkamstjáninguna breytast. Við erum með reynsluna til að klára svona leiki en í dag gerðum við það ekki.“ Tengdar fréttir Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Everton tapaði sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Bournemouth á heimavelli. Everton var 2-0 yfir þegar örskammt var eftir en Bournemouth skoraði þrjú mörk undir lok leiksins og tryggði sér 3-2 sigur. Knattspyrnustjórinn Sean Dyche var vitaskuld svekktur eftir leik. „Við gerðum svo margt rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið,“ en Bournemouth minnkaði muninn í 2-1 á 87. mínútu leiksins. „Ég held að þeir hafi átt eitt skot á rammann áður en þeir skoruðu og leikurinn hefði átt að vera búinn. Við fengum á okkur eitt mark og köstuðum þessu frá okkur. Ég get ekki náð utan um þetta akkúrat núna,“ sagði Dyche í samtali við BBC eftir leik. „Þeir héldu áfram að henda boltanum fram og voru verðlaunaðir fyrir það í lokin. Í ensku úrvalsdeildinni þarftu að spila leikinn allt til enda og við gerðum það ekki. Þeir sóttu og settu boltann inn í teiginn og við náðum ekki að bregðast við því. Þetta var einfalt en við hentum þessu frá okkur. Þetta er þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur á þessu tímabili. Everton hefur fengið á sig 10 mörk í þremur leikjum á tímabilinu og er enn án stiga. Dyche sagði menn þurfa að líta í eigin barm. „Þú þarft alltaf að geta klárað leiki og sérstaklega á þessu stigi fótboltans. Allir litu á einhverja aðra til að taka á hlutunum og þá erum við í vandræðum. Maður gat séð líkamstjáninguna breytast. Við erum með reynsluna til að klára svona leiki en í dag gerðum við það ekki.“
Tengdar fréttir Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22