„Þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. ágúst 2024 16:43 Sean Dyche ósáttur í leiknum í dag. Vísir/Getty Sean Dyche knattspyrnustjóri Everton sagði eftir tapið gegn Bournemouth í dag að þetta væri þriðji leikurinn sem liðið henti frá sér á tímabilinu. Everton er enn án sigurs í deildinni eftir ótrúlegt tap í dag. Everton tapaði sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Bournemouth á heimavelli. Everton var 2-0 yfir þegar örskammt var eftir en Bournemouth skoraði þrjú mörk undir lok leiksins og tryggði sér 3-2 sigur. Knattspyrnustjórinn Sean Dyche var vitaskuld svekktur eftir leik. „Við gerðum svo margt rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið,“ en Bournemouth minnkaði muninn í 2-1 á 87. mínútu leiksins. „Ég held að þeir hafi átt eitt skot á rammann áður en þeir skoruðu og leikurinn hefði átt að vera búinn. Við fengum á okkur eitt mark og köstuðum þessu frá okkur. Ég get ekki náð utan um þetta akkúrat núna,“ sagði Dyche í samtali við BBC eftir leik. „Þeir héldu áfram að henda boltanum fram og voru verðlaunaðir fyrir það í lokin. Í ensku úrvalsdeildinni þarftu að spila leikinn allt til enda og við gerðum það ekki. Þeir sóttu og settu boltann inn í teiginn og við náðum ekki að bregðast við því. Þetta var einfalt en við hentum þessu frá okkur. Þetta er þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur á þessu tímabili. Everton hefur fengið á sig 10 mörk í þremur leikjum á tímabilinu og er enn án stiga. Dyche sagði menn þurfa að líta í eigin barm. „Þú þarft alltaf að geta klárað leiki og sérstaklega á þessu stigi fótboltans. Allir litu á einhverja aðra til að taka á hlutunum og þá erum við í vandræðum. Maður gat séð líkamstjáninguna breytast. Við erum með reynsluna til að klára svona leiki en í dag gerðum við það ekki.“ Tengdar fréttir Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Everton tapaði sínum þriðja leik í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið beið lægri hlut gegn Bournemouth á heimavelli. Everton var 2-0 yfir þegar örskammt var eftir en Bournemouth skoraði þrjú mörk undir lok leiksins og tryggði sér 3-2 sigur. Knattspyrnustjórinn Sean Dyche var vitaskuld svekktur eftir leik. „Við gerðum svo margt rétt áður en þeir skoruðu fyrsta markið,“ en Bournemouth minnkaði muninn í 2-1 á 87. mínútu leiksins. „Ég held að þeir hafi átt eitt skot á rammann áður en þeir skoruðu og leikurinn hefði átt að vera búinn. Við fengum á okkur eitt mark og köstuðum þessu frá okkur. Ég get ekki náð utan um þetta akkúrat núna,“ sagði Dyche í samtali við BBC eftir leik. „Þeir héldu áfram að henda boltanum fram og voru verðlaunaðir fyrir það í lokin. Í ensku úrvalsdeildinni þarftu að spila leikinn allt til enda og við gerðum það ekki. Þeir sóttu og settu boltann inn í teiginn og við náðum ekki að bregðast við því. Þetta var einfalt en við hentum þessu frá okkur. Þetta er þriðji leikurinn sem við hendum frá okkur á þessu tímabili. Everton hefur fengið á sig 10 mörk í þremur leikjum á tímabilinu og er enn án stiga. Dyche sagði menn þurfa að líta í eigin barm. „Þú þarft alltaf að geta klárað leiki og sérstaklega á þessu stigi fótboltans. Allir litu á einhverja aðra til að taka á hlutunum og þá erum við í vandræðum. Maður gat séð líkamstjáninguna breytast. Við erum með reynsluna til að klára svona leiki en í dag gerðum við það ekki.“
Tengdar fréttir Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Sjá meira
Hrun hjá Everton og nýliðarnir náðu í fyrsta stigið Everton er enn án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir ótrúlegt tap gegn Bournemouth á heimavelli í dag. Þá nældi Aston Villa í þrjú stig þegar liðið heimsótti nýliða Leicester. 31. ágúst 2024 16:22