Fundurinn hefst með ræðu Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Þá mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður flokksins og utanríkisráðherra einnig ávarpa fundinn sem og Vilhjálmur Árnason ritari flokksins og ráðherrar flokksins; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir.
Ræðuhöldin verða sýnd í beinu streymi en lokað verður fyrir síðari hluta fundarins, þegar vinnuhópar hefja störf klukkan 18. Opnað verður fyrir streymið klukkan 12:50.