Ten Hag um söluna á McTominay: „Uppaldir leikmenn eru verðmætari“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2024 07:01 Scott McTominay og Erik ten Hag á góðri stundu. Michael Regan/Getty Images Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, er ekki sáttur með að félagið hafi selt Scott McTominay til Napoli á Ítalíu en því miður hafi félagið þurft þess þar sem „uppaldir“ leikmenn eru hreinlega verðmætari. Þökk sé fjárhagsregluverkinu sem lið ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að vinna eftir þá eru uppaldir leikmenn verðmætari þar sem þeir eru „hreinn gróði.“ Man United þurfti á auknu fjármagni að halda til að geta keypt Manuel Ugarte frá París Saint-Germain. Þar kom salan á McTominay inn í og því gat félagið fest kaup á úrúgvæska landsliðsmanninum um leið og Skotinn var farinn til Ítalíu. Ten Hag hefði hins vegar viljað halda hinum sterkbyggða Scott í sínum röðum. Scott is proud to be one of us!💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024 „Það voru blendnar tilfinningar að sjá Scott fara. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en ég hefði viljað halda honum hér frekar en að missa hann. Hann er Manchester United í gegn og var mjög mikilvægur fyrir félagið.“ „Hann hefur verið hér í 22 ár en því miður er regluverkið svona, uppaldir leikmenn eru verðmætari. Þó það sé ekki jákvætt að missa hann var þetta góður díll fyrir alla aðila, Scott er ánægður, við erum ánægðir sem og Napoli,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi á föstudag. "He's Man Utd in every vein." 🩸Here's what Erik ten Hag had to say about Scott McTominay's departure to Napoli...#DeadlineDay pic.twitter.com/D7ypOHuR6O— BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2024 Man United er með þrjú stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni og mætir Liverpool á Old Trafford á morgun, sunnudag. Sama á við um Napoli sem mætir Parma síðar í dag. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38 Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Þökk sé fjárhagsregluverkinu sem lið ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að vinna eftir þá eru uppaldir leikmenn verðmætari þar sem þeir eru „hreinn gróði.“ Man United þurfti á auknu fjármagni að halda til að geta keypt Manuel Ugarte frá París Saint-Germain. Þar kom salan á McTominay inn í og því gat félagið fest kaup á úrúgvæska landsliðsmanninum um leið og Skotinn var farinn til Ítalíu. Ten Hag hefði hins vegar viljað halda hinum sterkbyggða Scott í sínum röðum. Scott is proud to be one of us!💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024 „Það voru blendnar tilfinningar að sjá Scott fara. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en ég hefði viljað halda honum hér frekar en að missa hann. Hann er Manchester United í gegn og var mjög mikilvægur fyrir félagið.“ „Hann hefur verið hér í 22 ár en því miður er regluverkið svona, uppaldir leikmenn eru verðmætari. Þó það sé ekki jákvætt að missa hann var þetta góður díll fyrir alla aðila, Scott er ánægður, við erum ánægðir sem og Napoli,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi á föstudag. "He's Man Utd in every vein." 🩸Here's what Erik ten Hag had to say about Scott McTominay's departure to Napoli...#DeadlineDay pic.twitter.com/D7ypOHuR6O— BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2024 Man United er með þrjú stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni og mætir Liverpool á Old Trafford á morgun, sunnudag. Sama á við um Napoli sem mætir Parma síðar í dag.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38 Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Man. Utd sagt vera að ganga frá kaupunum á Ugarte Manuel Ugarte verður leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United en enska félagið hefur náð samkomulagi við Paris Saint-Germain. 27. ágúst 2024 08:38
Samkomulag í höfn og McTominay á leið til Ítalíu Skoski landsliðsmaðurinn Scott McTominay gæti verið á leið til Napoli frá Manchester United. 25. ágúst 2024 22:31