Þökk sé fjárhagsregluverkinu sem lið ensku úrvalsdeildarinnar þurfa að vinna eftir þá eru uppaldir leikmenn verðmætari þar sem þeir eru „hreinn gróði.“ Man United þurfti á auknu fjármagni að halda til að geta keypt Manuel Ugarte frá París Saint-Germain.
Þar kom salan á McTominay inn í og því gat félagið fest kaup á úrúgvæska landsliðsmanninum um leið og Skotinn var farinn til Ítalíu. Ten Hag hefði hins vegar viljað halda hinum sterkbyggða Scott í sínum röðum.
Scott is proud to be one of us!
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) August 30, 2024
💙 #ProudToBeNapoli | #ForzaNapoliSempre | #WelcomeMcTominay pic.twitter.com/eBHjKa49ZO
„Það voru blendnar tilfinningar að sjá Scott fara. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd en ég hefði viljað halda honum hér frekar en að missa hann. Hann er Manchester United í gegn og var mjög mikilvægur fyrir félagið.“
„Hann hefur verið hér í 22 ár en því miður er regluverkið svona, uppaldir leikmenn eru verðmætari. Þó það sé ekki jákvætt að missa hann var þetta góður díll fyrir alla aðila, Scott er ánægður, við erum ánægðir sem og Napoli,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi á föstudag.
"He's Man Utd in every vein." 🩸
— BBC Sport (@BBCSport) August 30, 2024
Here's what Erik ten Hag had to say about Scott McTominay's departure to Napoli...#DeadlineDay pic.twitter.com/D7ypOHuR6O
Man United er með þrjú stig eftir tvær umferðir í ensku úrvalsdeildinni og mætir Liverpool á Old Trafford á morgun, sunnudag. Sama á við um Napoli sem mætir Parma síðar í dag.