Namibía glímir við mikla þurrka af völdum veðurfyrirbærisins El Niño en sums staðar í landinu hefur úrkoma verið helmingi minni en venjulega. Þetta hefur leitt til uppskerubrests og dauða búfénaðs.
Búið er að drepa 157 dýr, sem skiluðu 63 tonnum af kjöti.
Til viðbótar við fílana og sebrahestana stendur til að drepa 30 flóðhesta, 50 impalahirti, 60 vísunda, 100 gnýi og 100 antílópur.
Aðgerðunum er bæði ætlað að fæða landsmenn en einnig að draga úr líkunum á hættulegum árekstrum milli manna og dýra, í leit beggja að vatnsuppsprettum.
Um það bil 30 milljónir manns eru sagðir búa á svæðum í Suður-Afríku þar sem þurrkar hafa haft afdrifaríkar afleiðingar. Þurrkar eru tíðir á umræddum svæðum en hafa verið sérstaklega slæmir síðustu misseri.