Er allt í gulu í þínum skóla? Snæfríður Jóhannesdóttir skrifar 1. september 2024 08:02 Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Forvarnir gegn sjálfsvígum er viðvarandi forgangsverkefni í lýðheilsu sem mikilvægt er að allt samfélagið vinni saman að. Árið 2023 var eitt helsta markmið samvinnunnar að vekja fólk til umhugsunar um andlega líðan samstarfsmanna á vinnustöðum og hvetja fólk til þess að huga að samstarfsfólki sínu. Lögð var áhersla á slagorðið: ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ Þetta árið leggur samvinnuverkefnið Gulur september áherslu á ungmenni. Slagorðið í ár er: ,,Er allt í gulu í þínum skóla?“ Sjálfsvíg er fjórða algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára á heimsvísu. Hlutfallið er hærra meðal drengja en stúlkna. Samfélagsmiðlar spila sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi ungmenna sem er í réttu hlutfalli við aukna netnotkun þess hóps síðasta áratuginn. Veraldarvefnum fylgja vandamál sem hafa mikil áhrif á andlega heilsu ungmenna. Eitt þeirra vandamála er neteinelti sem veldur mikilli vanlíðan hjá ungmennum og getur leitt til sjálfsvígshugsana. Netfíkn getur einnig leitt til kvíða, þunglyndis, einangrunar og að endingu sjálfsvígshugsana. Dæmi um aðra þætti sem stuðla að sjálfsvígum ungmenna eru áföll, notkun hugbreytandi efna, geðræn veikindi, forsaga tengd sjálfsvígum, skyndilegur missir ástvinar, félagsleg höfnun, félagsleg einangrun og jaðarsetning. Mikilvægt er að vekja fólk til vitundar um það að hve upphaf ævi fólks ræður miklu um andlega heilsu þess út lífið. Rannsóknir í taugavísindum sýna að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafa varanleg áhrif á framtíðarheilbrigði barna. Þess vegna er það svo aðkallandi að sinna andlegri heilsu og um leið sjálfsvígsforvörnum, allt frá frá meðgöngu einstaklinga og ævi þeirra á enda. Vanræksla og ofbeldi hafa áhrif á efnaskipti og mótun heila barna og getur leitt til skertrar sjálfsmyndar, tengslavanda og hegðunar- og námserfiðleika sem getur leitt til vanlíðunar, þunglyndis og geðraskana. Börn og unglingar þurfa viðunandi stuðning, ekki síst þau sem ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Verndandi þættir gegn sjálfsvígum eru meðal annars jákvæð sjálfsmynd, félagsleg tengsl, umhyggja og stuðningur. Enda þótt uppeldi eitt og sér geti ekki tryggt andlega heilsu ungmenna, þá sýna rannsóknir að ástríki og umhyggja við uppeldi barna stuðlar að bættu andlegu heilbrigði barnsins og skapar mikilvæg langvarandi tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna einnig að góð mæting og þátttaka í skóla dragi úr sjálfsvígshugsunum hjá börnum. Sjálfsvígsforvarnaráætlanir sem fylgt er sýna að slík vinna hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði, félagslega aðlögun og viðhorf fólks sem um leið dregur úr hættu á sjálfsvígum. Mikilvægt er að efla enn frekar heilsueflingu og sjálfsvígsforvarnir með víðtækum og fjölþættum sjálfsvígsforvarnaáætlunum. Sjálfsvígsforvarnir krefjast samhæfingar og samvinnu mismunandi aðila og stofnana svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og viðbragðsaðila. Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september; dagur sem við köllum gula daginn því gulur er litur sjálfsvígsforvarna. Markmið dagsins er að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og um leið minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Við skulum sýna hug í verki þann 10. september með því klæðast gulum klæðum og bjóða upp á gular veitingar. Við skulum svo taka myndir af gulu stemmningunni og deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá geðþjónustu Landspítala. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á u pplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Sjálfsvíg eru alþjóðlegt geðheilbrigðisvandamál. Á hverju ári deyja um 700.000 einstaklingar af völdum sjálfsvíga á heimsvísu samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á Íslandi missum við árlega að meðaltali 39 einstaklinga vegna sjálfsvíga. Hvert sjálfsvíg er mikill harmleikur sem hefur gífurleg áhrif á fjölskyldur og samfélög – ekki síst vegna sorgarinnar sem situr eftir. Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að því að auka meðvitund samfélagsins um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Forvarnir gegn sjálfsvígum er viðvarandi forgangsverkefni í lýðheilsu sem mikilvægt er að allt samfélagið vinni saman að. Árið 2023 var eitt helsta markmið samvinnunnar að vekja fólk til umhugsunar um andlega líðan samstarfsmanna á vinnustöðum og hvetja fólk til þess að huga að samstarfsfólki sínu. Lögð var áhersla á slagorðið: ,,Er allt í gulu á þínum vinnustað?“ Þetta árið leggur samvinnuverkefnið Gulur september áherslu á ungmenni. Slagorðið í ár er: ,,Er allt í gulu í þínum skóla?“ Sjálfsvíg er fjórða algengasta dánarorsök ungs fólks á aldrinum 15-29 ára á heimsvísu. Hlutfallið er hærra meðal drengja en stúlkna. Samfélagsmiðlar spila sífellt stærra hlutverki í daglegu lífi ungmenna sem er í réttu hlutfalli við aukna netnotkun þess hóps síðasta áratuginn. Veraldarvefnum fylgja vandamál sem hafa mikil áhrif á andlega heilsu ungmenna. Eitt þeirra vandamála er neteinelti sem veldur mikilli vanlíðan hjá ungmennum og getur leitt til sjálfsvígshugsana. Netfíkn getur einnig leitt til kvíða, þunglyndis, einangrunar og að endingu sjálfsvígshugsana. Dæmi um aðra þætti sem stuðla að sjálfsvígum ungmenna eru áföll, notkun hugbreytandi efna, geðræn veikindi, forsaga tengd sjálfsvígum, skyndilegur missir ástvinar, félagsleg höfnun, félagsleg einangrun og jaðarsetning. Mikilvægt er að vekja fólk til vitundar um það að hve upphaf ævi fólks ræður miklu um andlega heilsu þess út lífið. Rannsóknir í taugavísindum sýna að fyrstu 1000 dagarnir í lífi barna hafa varanleg áhrif á framtíðarheilbrigði barna. Þess vegna er það svo aðkallandi að sinna andlegri heilsu og um leið sjálfsvígsforvörnum, allt frá frá meðgöngu einstaklinga og ævi þeirra á enda. Vanræksla og ofbeldi hafa áhrif á efnaskipti og mótun heila barna og getur leitt til skertrar sjálfsmyndar, tengslavanda og hegðunar- og námserfiðleika sem getur leitt til vanlíðunar, þunglyndis og geðraskana. Börn og unglingar þurfa viðunandi stuðning, ekki síst þau sem ganga í gegnum erfiða lífsreynslu. Verndandi þættir gegn sjálfsvígum eru meðal annars jákvæð sjálfsmynd, félagsleg tengsl, umhyggja og stuðningur. Enda þótt uppeldi eitt og sér geti ekki tryggt andlega heilsu ungmenna, þá sýna rannsóknir að ástríki og umhyggja við uppeldi barna stuðlar að bættu andlegu heilbrigði barnsins og skapar mikilvæg langvarandi tilfinningatengsl. Rannsóknir sýna einnig að góð mæting og þátttaka í skóla dragi úr sjálfsvígshugsunum hjá börnum. Sjálfsvígsforvarnaráætlanir sem fylgt er sýna að slík vinna hefur jákvæð áhrif á geðheilbrigði, félagslega aðlögun og viðhorf fólks sem um leið dregur úr hættu á sjálfsvígum. Mikilvægt er að efla enn frekar heilsueflingu og sjálfsvígsforvarnir með víðtækum og fjölþættum sjálfsvígsforvarnaáætlunum. Sjálfsvígsforvarnir krefjast samhæfingar og samvinnu mismunandi aðila og stofnana svo sem skóla, heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og viðbragðsaðila. Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaráætlun um sjálfsvígsforvarnir. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september; dagur sem við köllum gula daginn því gulur er litur sjálfsvígsforvarna. Markmið dagsins er að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og um leið minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Við skulum sýna hug í verki þann 10. september með því klæðast gulum klæðum og bjóða upp á gular veitingar. Við skulum svo taka myndir af gulu stemmningunni og deila myndunum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember Höfundur er hjúkrunarfræðingur sem starfar hjá geðþjónustu Landspítala. Hvert er hægt að leita? Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á u pplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is eða112.is og á Píeta símann s.552-2218. Hægt er að leita til heilsugæslu um land allt á opnunartíma og til bráðamóttöku geðþjónustu eða bráðamóttöku Landspítala. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun