Toney til Al-Ahli og Osimhen mögulega líka Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 08:54 Ivan Toney hefur ákveðið að kveðja ensku úrvalsdeildina. Getty/Vince Mignott Enski framherjinn Ivan Toney er að yfirgefa Brentford og verður leikmaður Al-Ahli í Sádi-Arabíu, samkvæmt fréttum virtra miðla á borð við L’Équipe. Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano tekur undir fréttirnar og segir að Brentford fái 42 milljónir evra fyrir Toney. Toney er 28 ára gamall og skoraði 67 mörk í 128 deildarleikjum fyrir Brentford. Hann var í maí 2023 úrskurðaður í átta mánaða bann vegna veðmála en skoraði fjögur mörk í 17 leikjum eftir að hann sneri aftur á síðustu leiktíð. Hann hefur hins vegar ekkert komið við sögu á þessari leiktíð og ljóst að hann væri á förum frá Brentford, og nú er svo orðið ljóst að áfangastaðurinn er Sádi-Arabía. Romano segir að Al-Ahli sé einnig að reyna að landa nígeríska sóknarmanninum Victor Osimhen frá Napoli en að hann hafi enn ekki gefið grænt ljós. 🚨🇸🇦 Al Ahli have also agreed a deal with Brentford for Ivan Toney worth €42m, as L’Équipe reported.Toney has already accepted as Al Ahli want Osimhen to make final decision as soon as possible.Al Ahli agreed both Osimhen and Toney deals but NO green light from Victor yet. pic.twitter.com/MA7qWhMa9B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024 Blaðamaðurinn virti David Ornstein hjá The Athletic segir einfaldlega óljóst hvaða áhrif koma Toney hafi á tilraunir Al-Ahli til að fá Osimhen. 🚨 Al Ahli reach agreement on proposed signing of Ivan Toney from Brentford. Deal in place between #AlAhli + #BrentfordFC. Personal terms for 28yo sorted & England int’l striker to undergo medical. Unclear on repercussions for Victor Osimhen @TheAthleticFC https://t.co/NNb5vDnzrR— David Ornstein (@David_Ornstein) August 30, 2024 Al-Ahli varð í 3. sæti sádiarabísku deildarinnar á síðustu leiktíð. Á meðal leikmanna liðsins má nefna fyrirliðann Roberto Firmino, fyrrverandi framherja Liverpool, og markvörðinn Édouard Mendy sem áður lék með Chelsea. Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano tekur undir fréttirnar og segir að Brentford fái 42 milljónir evra fyrir Toney. Toney er 28 ára gamall og skoraði 67 mörk í 128 deildarleikjum fyrir Brentford. Hann var í maí 2023 úrskurðaður í átta mánaða bann vegna veðmála en skoraði fjögur mörk í 17 leikjum eftir að hann sneri aftur á síðustu leiktíð. Hann hefur hins vegar ekkert komið við sögu á þessari leiktíð og ljóst að hann væri á förum frá Brentford, og nú er svo orðið ljóst að áfangastaðurinn er Sádi-Arabía. Romano segir að Al-Ahli sé einnig að reyna að landa nígeríska sóknarmanninum Victor Osimhen frá Napoli en að hann hafi enn ekki gefið grænt ljós. 🚨🇸🇦 Al Ahli have also agreed a deal with Brentford for Ivan Toney worth €42m, as L’Équipe reported.Toney has already accepted as Al Ahli want Osimhen to make final decision as soon as possible.Al Ahli agreed both Osimhen and Toney deals but NO green light from Victor yet. pic.twitter.com/MA7qWhMa9B— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024 Blaðamaðurinn virti David Ornstein hjá The Athletic segir einfaldlega óljóst hvaða áhrif koma Toney hafi á tilraunir Al-Ahli til að fá Osimhen. 🚨 Al Ahli reach agreement on proposed signing of Ivan Toney from Brentford. Deal in place between #AlAhli + #BrentfordFC. Personal terms for 28yo sorted & England int’l striker to undergo medical. Unclear on repercussions for Victor Osimhen @TheAthleticFC https://t.co/NNb5vDnzrR— David Ornstein (@David_Ornstein) August 30, 2024 Al-Ahli varð í 3. sæti sádiarabísku deildarinnar á síðustu leiktíð. Á meðal leikmanna liðsins má nefna fyrirliðann Roberto Firmino, fyrrverandi framherja Liverpool, og markvörðinn Édouard Mendy sem áður lék með Chelsea.
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira