Æfðu viðbragð við netárásum sem fjölgar um hundruð prósenta Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2024 21:31 Örn Alfreðsson framkvæmdastjóri hjá Origo og Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis Vísir/Arnar Í dag fór fram fjölmenn netárásaræfing á vegum Syndis og Origo. Þetta er í annað sinn sem slík æfing er haldin á Íslandi en leikarar aðstoðuðu við að láta atburðina líta eins raunverulega út og hægt er. Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Æfingin var fjölmenn og þátttakendum skipt á borð þar sem áskoranirnar voru leystar saman. Æfingin var byggð á dæmum sem netöryggisfyrirtækið Syndis hefur séð áður í sínum störfum. Tölvuþrjótar höfðu brotist inn í kerfi ímyndaðs fyrirtækis og tekið gögn í gíslingu. Ráðnir voru leikarar til að fara með hlutverk forstjórans og kerfisfræðings. Netárásir hafa síðustu ár orðið algengari og algengari. Ráðist hefur verið á fjölmiðla, sveitarfélög, háskóla og töluvert fleiri stofnanir og fyrirtæki. Dæmi eru um að þrjótarnir komist í gögn og krefjist lausnargjalds. „Við sjáum bara á tölum að það er gríðarlegur vöxtur. Við erum að tala um vöxt í hundruðum prósenta milli ára, nokkuð jafnt og þétt mörg ár í röð. Þannig þetta er orðin miklu meiri ógn en þetta var,“ segir Anton Már Egilsson, forstjóri Syndis. Forvarnir skipta miklu máli að sögn Arnar Alfreðssonar, framkvæmdastjóra hjá Origo. „Þetta er rekstraráhætta í hverju fyrirtæki, það er ekkert fyrirtæki sem er ekki rekið með tölvukerfi. Hugsa fyrst um fremst hvernig fyrirtækið er byggt upp og hugsa hvort eitthvað geti farið niður. Meta áhætturnar,“ segir Örn. Þátttakendur, sem voru um sjötíu talsins, voru ánægðir með æfinguna. „Ég held að það að fara í gegnum svona æfingar, þó svo þær geti nánast örugglega ekki kópíerað eitthvað sem mun gerast, gerir okkur tilbúnari til að tækla hlutina með skynsömum hætti og lágmarka skaðann,“ segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er forstjóri Haga. Vísir/Arnar
Netöryggi Tölvuárásir Tækni Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira