Hetjan Hákon Rafn: „Líður virkilega vel í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 09:32 Varði vítaspyrnu þegar mest á reyndi. Brentford „Virkilega góð tilfinning,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson aðspurður hvernig það var að verja vítaspyrnu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira