Íslenski boltinn

Dag­skráin í dag: Víkingar taka risaskref í Andorra

Sindri Sverrisson skrifar
Ef ekkert óeðlilegt gerist þá munu Víkingar geta fagnað sæti í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.
Ef ekkert óeðlilegt gerist þá munu Víkingar geta fagnað sæti í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. vísir/Diego

Afar líklegt er að Víkingar taki stórt skref í fótboltasögu sinni í kvöld með því að tryggja sig inn í Sambandsdeild Evrópu, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Víkingar eru mættir til Andorra og mæta þar Santa Coloma klukkan 18, eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 5-0. Með sigri í einvíginu munu Víkingar hafa tryggt sér rúmlega hálfan milljarð króna í verðlaunafé frá UEFA.

Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:30 og hann verður svo gerður upp um klukkan 20, einnig á Stöð 2 Sport.

Vodafone Sport

Á Vodafone Sport verður opna írska mótið í golfi kvenna og hefst bein útsending klukkan 15. Þremur tímum síðar, eða klukkan 18, er svo bein útsending frá leik Milwaukee Brewers og San Francisco Giants í bandaríska hafnaboltanum.

Stöð 2 Sport 4

Á Stöð 2 Sport 4 verður svo einnig sýnt frá golfi þar sem bein útsending frá FM Global meistaramótinu hefst klukkan 19:30, en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×