Bylting í skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar Heimir Már Pétursson skrifar 28. ágúst 2024 19:21 Það lá vel á Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra þegar skrifað var undir samning um húsnæði fyrir nýtt bókasafn í hjarta Hafnarfjarðar. Vísir/HMP Í dag var gengið frá samkomulagi um mestu framkvæmdir í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Alger bylting verður á í nýjum húsakosti bókasafns bæjarins, að sögn bæjarstjórans. Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir. Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Hér sést hvernig hin nýja bygging tengist verslunarmiðstöðinni Fjörður, sem einnig mun fá andlitslyftingu.Hafnarfjarðarbær Haldið var upp á það í dag að nýbygging við hlið verslunarmiðstöðvarinnar Fjörður er nú fokheld. Bæjarstjóri og verktakar skrifuðu undir samning um kaup Hafnarfjarðarbæjar á nýrri hæð fyrir bókasafn bæjarins fyrir 1,1 milljarð króna en auk þess verða átján hótelíbúðir og 31 almenn íbúð í byggingunni sem tengist eldri byggingu Fjarðar. Á jarðhæð verður síðan verslunar- og þjónustuhúsnæði. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri segir framkvæmdina mikla lyftistöng fyrir miðbæinn. Rósa Guðbjartsdóttir segir ný húsakynni hins 102 ára gamla Bókasafns Hjafarfjarðar bjóða upp á nútímaþjónustu. Mikil áherls verði lögð á þjónustu við börn.Vísir/HMP „Við erum hérna að ganga frá kaupum á nýju húsnæði fyrir Bókasafn Hafnarfjarðar. Sem er 102 ára gamalt og er merk menningarstofnun og mikilvægt í okkar samfélagi. Þessar breytingar verða bylting vil ég segja,“ sagði Rósa að lokinni undirritun samninga í reisugilli síðdegis. Nýbyggingin tengist gamla Firði sem einnig muni fá mikla endurnýjun. Bókasafnið fari úr fjögurra hæða byggingu á eina hæð í nýju og glæsilegu húsi í hjarta miðbæjarins. Með þessu verði bókasafnið nútímavætt og þjónustan efld til muna og í takti við nútíma kröfur. Nýja bókasafnið verður stórglæsilegt og allt á einni hæð. Gamla safnið er á fjórum hæðum í dag.Hafnarfjarðarbær „Við sjáum að nútíma bókasöfn eru orðin nokkurs konar þekkingar- eða margmiðlunarsetur. Þar sem fólk kemur til að njóta næðis, til að næra andann, til að vera saman og fá sér kaffisopa. Og ekki síst verður áhersla á mjög góða barnadeild. Við ætlum að leggja mikla áherslu á að fá börnin hingað með foreldrum sínum og öðrum,“ segir bæjarstjórinn. Með þessu nýja húsi verði mikil breyting á miðbæ Hafnarfjarðar enda húsið á stórri lóð sem staðið hafi auð í áratugi. Hér má sjá nokkurs konar torg inni í miðju bókasafninu.Hafnarfjarðarbær „Þetta er stærsta framkvæmd í miðbæ Hafnarfjarðar í áratugi. Hér verða íbúðir, nýtt verslunarrými, bókasafnið, hótel. Þetta verður alveg stórkostlegt og mun valda straumhvörfum vil ég segja fyrir okkur hér. Efla þjónustu og verslun og annað hérna í miðbænum. Þannig að við erum hæstánægð. Þetta er stór dagur,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.
Hafnarfjörður Byggingariðnaður Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira