Sanna orðin vinsælust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 11:51 Sanna Magdalena getur leyft sér að brosa eftir nýjustu tölur Maskínu yfir þá borgarfulltrúa sem borgarbúar telja standa sig best. Vísir/Vilhelm Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal
Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira