„Veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 17:03 Maja Nilsson Lindelöf á leik með sænska landsliðinu, þar sem eiginmaður hennar spilar. Getty/Jean Catuffe Eiginkona sænska fótboltamannsins Victors Lindelöf virðist hafa valdið aðdáendum Manchester United hugarangri með færslu sinni á Instagram. Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við. Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira
Maja Nilsson Lindelöf er virk á samfélagsmiðlum og birti í gær mynd af sér með stórar ferðatöskur og skrifaði: „Nú förum við.“ Enskumælandi stuðningsmenn United virðast hafa skilið orð hennar, sem skrifuð voru á sænsku, þannig að Victor Lindelöf væri á förum frá enska félaginu. Sænsku orðin „nu åker vi“ mætti nefnilega skilja sem „here we go“, sem er orðinn þekktur frasi um það þegar félagaskipti eru frágengin. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano notar þannig þessi orð iðulega þegar hann greinir frá félagaskiptum. Lindelöf hefur ekki verið með United í upphafi nýrrar leiktíðar og eftir kaup félagsins á nýjum miðvörðum verið sagður á förum frá félaginu í sumar. Þess vegna virðast margir hafa talið færslu Maju vera staðfestingu á því, eins og sjá má í ummælum við færsluna. View this post on Instagram A post shared by Maja Nilsson Lindelöf (@majanilssonlindelof) Sænska blaðið Expressen segir að þetta hafi ekki fallið í kramið hjá Youtube-stjörnunni Mark Godbridge sem er með um tvær milljónir áskrifenda á síðunni United Stand, þar sem hann fjallar um United. „Ég veit ekki hvort þetta á að vera eitthvað grín. Ég veit ekki hvort hún skilur hvað hún gerði. En Victor Nilsson Lindelöf er ekki að fara frá Manchester United í þessari viku. Hann er meiddur,“ sagði Goldbridge, en félagaskiptaglugginn á Englandi lokast á föstudaginn. „Í besta falli voru þetta mistök hjá eiginkonu hans sem ætlaði bara að segja frá því að þau væru að fara í ferðalag. Eða kannski vildi hún stríða United-stuðningsmönnum svolítið, sem er ekki mjög gáfulegt að gera nú þegar margir vilja í alvöru losna við hann,“ bætti hann við.
Enski boltinn Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Sjá meira