Óvænt hættur í fótbolta: „Hjartað er ekki lengur þar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 14:31 Síðustu leikir Wojciech Szczesny voru með Póllandi á EM í sumar. Getty/Mikolaj Barbanell Pólski landsliðsmarkvörðurinn Wojciech Szczesny hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna, 34 ára gamall, eftir farsælan feril þar sem hann lék lengst af með stórliðum Arsenal og Juventus. Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“ Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Fréttirnar koma nokkuð á óvart en Szczesny segir að þó að líkaminn sé alveg klár í að spila áfram á hæsta stigi þá hafi hann fundið í hjarta sínu að nú væri best að segja stopp. Szczesny lék 84 landsleiki fyrir Pólland og fór á sex stórmót. Hann lék 181 leiki fyrir Arsenal eftir að hafa komið til félagsins 16 ára gamall, árið 2006, og vann tvo bikarmeistaratitla og Samfélagsskjöld. Hann lék svo 252 leiki fyrir Juventus eftir að hann kom til félagsins árið 2017. Hann vann alls átta titla á Ítalíu áður en samningur hans við Juventus rann út í vor. „Ég náði ekki bara að láta draum minn rætast heldur komst ég lengra en ég þorði að ímynda mér. Ég spilaði leikinn á hæsta stigi með bestu leikmönnum sögunnar án þess að finnast ég nokkurn tímann vera þeirra eftirbátur,“ skrifaði Szczesny á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Wojciech Szczesny (@wojciech.szczesny1) Auk þess að spila með Arsenal og Juventus lék hann sem lánsmaður með Brentford um skamman tíma og svo tvær leiktíðir sem lánsmaður hjá Roma. „Ég hef eignast vini fyrir lífstíð, skapað ógleymanlegar minningar og hitt fólk sem hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Allt það sem ég á og allt það sem ég er, það á ég þessari fögru íþrótt að þakka. Ég tileinkaði leiknum 18 ár ævi minnar, hvern dag, án afsakana,“ skrifaði Szczesny og bætti við: „En þó að ég finni það í dag að líkaminn sé tilbúinn í fleiri áskoranir þá er hjartað ekki lengur þar. Núna vil ég veita fjölskyldu minni alla mína athygli.“
Ítalski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira