Hönnunaríbúð Ingibjargar hans Eyjólfs í Epal til sölu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 15:21 Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrir ellefu árum á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir snyrtifræðingur og sambýliskona Eyjólfs Pálssonar, eiganda hönnunarverslunarinnar EPAL, hefur sett íbúð sína við Leifsgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 69,5 milljónir. Um er að ræða 72 fermetra íbúð á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1972. Íbúðin, sem skiptist í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi, er björt og rúmgóð og hefur verið endurnýjuð að einhverju leyti. Á gólfum íbúðarinnar er ljóst viðarparket. Heimilið er innréttað á smekklega máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í aðalhlutverki. Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir danska ljósahönnuðinn Louis Poulsen sem setja fágaðan svip á rýmið. Við borðstofuborðið eru fjórir CH24-stólar úr ljósri sápuborinni eik, hannaðir af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Þess má geta að Wegner hannaði yfir 500 stóla í sinni lífstíð. Eldhúsið er rúmgott og stúkað af. Innréttingin er hvít í gömlum stíl með ljósri borðplötu. Við hlið hennar eru vegghengdar Montana- hillur með góðu skápaplássi sem ná upp í loft. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Ástina kviknaði á blindu stefnumóti Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrst á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum þann 3. júlí árið 2013 eftir að spámiðill, sem hann hefur hitt á fjögurra mánaða fresti síðastliðin tuttugu ár, spáði fyrir um samband þeirra. Eyjólfur sagði frá þessum örlagaríka degi í helgarviðtali Atvinnulífsins í nóvember í fyrra. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu. Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par. Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira
Um er að ræða 72 fermetra íbúð á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1972. Íbúðin, sem skiptist í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi, er björt og rúmgóð og hefur verið endurnýjuð að einhverju leyti. Á gólfum íbúðarinnar er ljóst viðarparket. Heimilið er innréttað á smekklega máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í aðalhlutverki. Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir danska ljósahönnuðinn Louis Poulsen sem setja fágaðan svip á rýmið. Við borðstofuborðið eru fjórir CH24-stólar úr ljósri sápuborinni eik, hannaðir af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Þess má geta að Wegner hannaði yfir 500 stóla í sinni lífstíð. Eldhúsið er rúmgott og stúkað af. Innréttingin er hvít í gömlum stíl með ljósri borðplötu. Við hlið hennar eru vegghengdar Montana- hillur með góðu skápaplássi sem ná upp í loft. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Ástina kviknaði á blindu stefnumóti Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrst á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum þann 3. júlí árið 2013 eftir að spámiðill, sem hann hefur hitt á fjögurra mánaða fresti síðastliðin tuttugu ár, spáði fyrir um samband þeirra. Eyjólfur sagði frá þessum örlagaríka degi í helgarviðtali Atvinnulífsins í nóvember í fyrra. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu. Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par.
Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Fleiri fréttir RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Sjá meira