Söfnuðu nærri tveimur milljónum til minningar um Pétur Ben Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2024 07:00 Karlalið Augnabliks lét heldur betur gott af sér leiða á dögunum. Píeta Samtökin Knattspyrnulið Augnabliks safnaði nýverið nærri tveimur milljónum króna sem runnu óspart til Píeta Samtakanna en þau sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur. Á dögunum fór fram leikur Augnabliks og Hvíta Riddarans í 3. deld karla í knattspyrnu hér á landi. Þar söfnuðust alls 1.777.600 krónur. Í tilkynningu Píeta segir að samtökin séu „orðlaus“ og vilji þau „þakka Augnablik kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.“ Ásamt fjármunum þá fylgdi með skjal þar sem útlistað var af hverju Augnablik vildi standa að söfnunni og hvað Píeta samtökin þýða fyrir knattspyrnufélagið. „Karlalið Augnabliks þakkar Píeta samtökunum fyrir öflugt og gott samstarf í tengslum við fótboltaleik Augnabliks og Hvíta Riddarans í 3.deild karla þar sem við minntumst Péturs Benediktssonar, en hann kom að endurvakningu Augnabliks 2006. Sama dag og leikurinn var leikinn 12.júlí 2024 hefði Pétur orðið fertugur. Vildi Augnablik nota þau tímamót til að skapa umræðu um sjálfsvíg og vekja athygli á frábæru starfi Píeta samtakanna. Leikurinn var vel sóttur og spilaði Augnablik í sérstökum minningartreyjum sem voru einnig til sölu og seldust upp á örskots stundu.“ Vísir ræddi stuttlega við Ara Stein Skarphéðinsson, gjaldkera Augnabliks, um leikinn, söfnunina og leikinn gegn Hvíta Riddaranum. „Benedikt Þór (Guðmundsson, faðir Péturs) heyrði í okkur þegar hann sá að það var leikur hjá okkur á því sem hefði verið afmælisdagurinn hans Péturs. Hann spurði einfaldlega hvort við ættum ekki að gera eitthvað skemmtilegt og við héldum það nú,“ sagði Ari Steinn og tók fram að fjölmargir vinir Péturs hefðu nú verið í kringum Augnablik undnafarin ár ásamt því að Pétur þjálfaði marga af yngri leikmönnum liðsins þegar þeir voru yngri. Eftir að velta því fyrir sér hvernig væri best að heiðra minningu Péturs var á endanum ákveðið að leikurinn yrði í raun „minningarleikur til heiðurs Péturs á sjálfan afmælisdaginn þar sem planið var að spila í sérstökum afmælisbuningum sem við létum hanna ásamt því að selja þá til að safna pening fyrir Píeta samtökin.“ Byrjunarlið Augnabliks í minningar-treyjunni.Augnablik Allur ágóði leiksins, hvort sem var búningasala eða miða- og veitingasala, rann óspart til Píeta en Pétur féll fyrir eigin hendi árið 2006. Faðir hans kom svo að stofnun Píeta samtakanna árið 2018. Ari Steinn sagði viðtökurnar svo hafa verið vonum framar. Alls hafi verið pantaðar 100 treyjur sem allar seldust í forsölu svo var ákveðið að leyfa fólki að skrá sig á biðliasta og fleiri pantaðar. Þá mættu nokkur hundruð manns á leikinn sjálfan. „Einnig borguðu leikmenn beggja liða sig inn á leikinn og fjölmörg sem gátu ekki mætt í persónu styrktu málefnið með frjálsum framlögum. Það er því ljóst að Pétur, og málefnið, stóð mörgum mjög nærri,“ bætti Ari Steinn við. Það var gríðarlega vel mætt í Fífuna þar sem leikurinn fór fram.Augnablik Benedikt Þór, sem er með leikmönnum Augnabliks á forsíðu mynd fréttarinnar, ræddi við leikmenn eftir leik. „Hann sagði einfaldlega að þeir áttuðu sig ef til vill ekki á því en að öllum líkindum hefðu þeir bjargað mannslífi eða lífum þar sem fjöldi símtala til samtakanna jókst í kringum leikinn og þá umfjöllun sem hann fékk á samfélagsmiðlum, bæði frá okkur og þeim sem deildu skilaboðunum. Okkur þótti virkilega vænt um að heyra það og það er í raun það sem við erum stoltastir af, þessari vitundarvakningu sem átti sér stað í kringum leikinn,“ sagði Ari steinn að endingu. Kári Ársælsson og Sigmar Ingi Sigurðarson veita hér foreldrum Péturs virðingarvott.Augnablik Augnablik er ekki eina knattspyrnufélag landsins sem hefur styrkt Píeta í sumar en fyrr í sumar spilaði FH í sérstökum gulum búningum til styrktar Píeta. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Hermann tekur við HK Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Á dögunum fór fram leikur Augnabliks og Hvíta Riddarans í 3. deld karla í knattspyrnu hér á landi. Þar söfnuðust alls 1.777.600 krónur. Í tilkynningu Píeta segir að samtökin séu „orðlaus“ og vilji þau „þakka Augnablik kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.“ Ásamt fjármunum þá fylgdi með skjal þar sem útlistað var af hverju Augnablik vildi standa að söfnunni og hvað Píeta samtökin þýða fyrir knattspyrnufélagið. „Karlalið Augnabliks þakkar Píeta samtökunum fyrir öflugt og gott samstarf í tengslum við fótboltaleik Augnabliks og Hvíta Riddarans í 3.deild karla þar sem við minntumst Péturs Benediktssonar, en hann kom að endurvakningu Augnabliks 2006. Sama dag og leikurinn var leikinn 12.júlí 2024 hefði Pétur orðið fertugur. Vildi Augnablik nota þau tímamót til að skapa umræðu um sjálfsvíg og vekja athygli á frábæru starfi Píeta samtakanna. Leikurinn var vel sóttur og spilaði Augnablik í sérstökum minningartreyjum sem voru einnig til sölu og seldust upp á örskots stundu.“ Vísir ræddi stuttlega við Ara Stein Skarphéðinsson, gjaldkera Augnabliks, um leikinn, söfnunina og leikinn gegn Hvíta Riddaranum. „Benedikt Þór (Guðmundsson, faðir Péturs) heyrði í okkur þegar hann sá að það var leikur hjá okkur á því sem hefði verið afmælisdagurinn hans Péturs. Hann spurði einfaldlega hvort við ættum ekki að gera eitthvað skemmtilegt og við héldum það nú,“ sagði Ari Steinn og tók fram að fjölmargir vinir Péturs hefðu nú verið í kringum Augnablik undnafarin ár ásamt því að Pétur þjálfaði marga af yngri leikmönnum liðsins þegar þeir voru yngri. Eftir að velta því fyrir sér hvernig væri best að heiðra minningu Péturs var á endanum ákveðið að leikurinn yrði í raun „minningarleikur til heiðurs Péturs á sjálfan afmælisdaginn þar sem planið var að spila í sérstökum afmælisbuningum sem við létum hanna ásamt því að selja þá til að safna pening fyrir Píeta samtökin.“ Byrjunarlið Augnabliks í minningar-treyjunni.Augnablik Allur ágóði leiksins, hvort sem var búningasala eða miða- og veitingasala, rann óspart til Píeta en Pétur féll fyrir eigin hendi árið 2006. Faðir hans kom svo að stofnun Píeta samtakanna árið 2018. Ari Steinn sagði viðtökurnar svo hafa verið vonum framar. Alls hafi verið pantaðar 100 treyjur sem allar seldust í forsölu svo var ákveðið að leyfa fólki að skrá sig á biðliasta og fleiri pantaðar. Þá mættu nokkur hundruð manns á leikinn sjálfan. „Einnig borguðu leikmenn beggja liða sig inn á leikinn og fjölmörg sem gátu ekki mætt í persónu styrktu málefnið með frjálsum framlögum. Það er því ljóst að Pétur, og málefnið, stóð mörgum mjög nærri,“ bætti Ari Steinn við. Það var gríðarlega vel mætt í Fífuna þar sem leikurinn fór fram.Augnablik Benedikt Þór, sem er með leikmönnum Augnabliks á forsíðu mynd fréttarinnar, ræddi við leikmenn eftir leik. „Hann sagði einfaldlega að þeir áttuðu sig ef til vill ekki á því en að öllum líkindum hefðu þeir bjargað mannslífi eða lífum þar sem fjöldi símtala til samtakanna jókst í kringum leikinn og þá umfjöllun sem hann fékk á samfélagsmiðlum, bæði frá okkur og þeim sem deildu skilaboðunum. Okkur þótti virkilega vænt um að heyra það og það er í raun það sem við erum stoltastir af, þessari vitundarvakningu sem átti sér stað í kringum leikinn,“ sagði Ari steinn að endingu. Kári Ársælsson og Sigmar Ingi Sigurðarson veita hér foreldrum Péturs virðingarvott.Augnablik Augnablik er ekki eina knattspyrnufélag landsins sem hefur styrkt Píeta í sumar en fyrr í sumar spilaði FH í sérstökum gulum búningum til styrktar Píeta.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Enski boltinn Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Handbolti Fleiri fréttir Hermann tekur við HK Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira