Telur að Yoro slái í gegn hjá United: „Pirrandi að mæta honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2024 13:32 Hákon Arnar Haraldsson hefur trú á því að Leny Yoro geri vel í Manchester. Samsett/Vísir/Getty Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur mikla trú á franska varnarmanninum Leny Yoro sem var liðsfélagi Hákons hjá Lille þar til hann skipti til Manchester United í sumar. Hákon kveðst strax hafa séð hversu mikið hæfileikabúnt franski miðvörðurinn er. Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon. Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Yoro er aðeins 18 ára gamall, verður 19 ára í nóvember, en var þrátt fyrir það lykilmaður hjá Lille á síðustu leiktíð. Frammistaða hans kallaði á áhuga margra stærstu félaga heims en Manchester United hreppti hnossið þegar liðið keypti Yoro á um 60 milljónir evra í sumar. Hákon Arnar lék með Yoro í fyrra og segist strax hafa séð hversu miklum hæfileikum miðvörðurinn ungi býr yfir. „Þetta er ótrúlega nútímalegur hafsent. Hann er með alla eiginleikana sem hafsent í dag þarf að hafa. Hann er hávaxinn, góður í loftinu, en samt hrikalega góður á boltann og hraður,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild Vísis. „Ég sá það bara strax þegar ég byrjaði æfa með honum hvað hann var góður. Á miðað við að hann sé bara 2005 model, sem er bara fáránlegt. Ég held hann muni standa sig vel þarna. Maður sá það strax að hann var geggjaður,“ bætir Hákon við. Leiðinlegt að mæta honum á æfingum Aðspurður hvernig hafi verið að eiga við Yoro á æfingum segir Hákon það sannarlega hafa reynt á. „Það bara eiginlega bara leiðinlegt. Hann er yngri en maður sjálfur en samt svona góður, það er eiginlega bara pirrandi að mæta honum sko. En jú, líka bara gaman,“ segir Hákon léttur. Yoro meiddist illa í sumar, fljótlega eftir komuna til Manchester-liðsins, og verður frá í þónokkrar vikur í viðbót. Þrátt fyrir það hefur Hákon trú á því að hann geti stimplað sig inn hjá aðalliði félagsins eftir að hann stígur upp úr meiðslunum. „Ég held það. Þetta er auðvitað risa skref að fara í einn stærsta klúbb í heimi. Ég hef trú á honum, ég held hann hafi þessa eiginleika sem þarf til hjá þessum risaklúbbum,“ segir Hákon.
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira