Segir Arnór búa yfir snilligáfu Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2024 11:32 Arnór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Oxford United. Hann kveðst í enn betra formi núna en á síðustu leiktíð. Getty/Lee Parker Arnór Sigurðsson þurfti ekki langan tíma til að skora sitt fyrsta mark í ensku B-deildinni í fótbolta um helgina. Þjálfari hans hrósar íslenska landsliðsmanninum í hástert. Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Arnór kom inn á og skoraði sigurmark Blackburn í 2-1 sigri gegn Oxford United á laugardag, og þar með hefur Blackburn náð í sjö stig úr fyrstu þremur leikjum sínum og er í 3. sæti deildarinnar. Snoturt mark Arnórs, í stöng og inn, má sjá hér að neðan. 🎙️ "𝙒𝙝𝙖𝙩 𝙖 𝙜𝙤𝙧𝙜𝙚𝙤𝙪𝙨 𝙛𝙞𝙣𝙞𝙨𝙝!"🧊 @arnorsigurdsson fired in off the post to win it late on!#Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/elnhKwG8OE— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 „Siggy [Arnór Sigurðsson] er með þessa snilligáfu, þennan smáklassa sem þarf til að skora svona og við erum himinlifandi fyrir hans hönd,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, við heimasíðu félagsins. „Hann hefur þetta og við sjáum það á æfingum. Hann finnur þessi góðu svæði á vellinum og nýtt líkamann virkilega vel til að geta snúið að markinu,“ sagði Eustace. Arnór missti af síðustu mánuðum síðustu leiktíðar eftir skelfilega tæklingu Ísraelans Roy Revivo í undanúrslitum EM-umspilsins í mars. Það gladdi Eustace því enn frekar að sjá Íslendinginn aftur upp á sitt besta: „Þetta hefur verið svolítið erfitt fyrir hann eftir að hann sneri aftur. Hann meiddist í lok síðustu leiktíðar og hefur lagt óhemju hart að sér á undirbúningstímabilinu. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir bæði hann og alla aðra að hann skyldi skora sigurmarkið,“ sagði Eustace. 🗣️ "𝙄𝙩 𝙧𝙚𝙖𝙡𝙡𝙮 𝙢𝙚𝙖𝙣𝙨 𝙖 𝙡𝙤𝙩, 𝙨𝙘𝙤𝙧𝙞𝙣𝙜 𝙖𝙣𝙙 𝙬𝙞𝙣𝙣𝙞𝙣𝙜 𝙞𝙣 𝙛𝙧𝙤𝙣𝙩 𝙤𝙛 𝙩𝙝𝙚 𝘽𝙡𝙖𝙘𝙠𝙗𝙪𝙧𝙣 𝙀𝙣𝙙."📺 Watch match-winner @arnorsigurdsson's full interview on our YouTube channel ⬇️#Rovers 🔵⚪️— Blackburn Rovers (@Rovers) August 25, 2024 Arnór var að sjálfsögðu á sama máli. „Eftir erfið meiðsli í lok síðustu leiktíðar þá hefur það mikla þýðingu fyrir mig að koma til baka og skora sigurmarkið, sérstaklega fyrir framan Blackburn End. Við erum að byrja þetta tímabil vel, mér líður mjög vel og er í betra formi en á síðustu leiktíð,“ sagði Arnór.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira