Leggur til takmarkanir á aðgengi að nikótínpúðum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. ágúst 2024 23:34 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra vill takmarka aðgengi að nikótínpúðum. vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra boðar frumvarp á haustmánuðum sem ætlað er að takmarka aðgengi að nikótínvörum á borð við nikótínpúða. Hann fagnar umræðu um skaðsemi púðanna og segir þjóðarátak nauðsynlegt. Fyrir helgi fjölluðum við um fjölgun nikótínverslana í höfuðborginni en slíkar verslanir spretta upp eins og gorkúlur. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kölluðu eftir þjóðarátaki. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fagnar umræðunni og segist sammála foreldrum, þörf sé á átaki. „Ég held að það þurfi að gera meira. Við þurfum að taka þessari umræðu alvarlega og fylgja henni eftir þannig ég fagna þessu framtaki.“ Hann undirbýr nú frumvarp sem tekur á nikótínneyslu ungmenna sérstaklega. „Og takmarka enn frekar aðgengi að þessum vörum og verja, eins og forvarnarstefna og þau lög kveða á um, sérstaklega börn og unglinga sem eru viðkvæmir hópar fyrir auglýsingamennsku á þessu sviði.“ Hann segist vonast til að geta lagt frumvarpið fram strax á haustmánuðum og segir nikótínskatt og auglýsingabann á meðal aðgerða sem til skoðunar eru í undirbúningi frumvarpsins. „Við höfum auðvitað verið að fylgja bara Evrópu í þessum málum, í tóbaksvarnarlögunum, það er til að mynda einsleitar umbúðir. Verðlagning er tæki eins og skattlagning í áfenginu sem hefur verið beitt og hefur mikil áhrif. Þetta er ný vara og við þurfum svolítið að fóta okkur í því.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Fyrir helgi fjölluðum við um fjölgun nikótínverslana í höfuðborginni en slíkar verslanir spretta upp eins og gorkúlur. Foreldrar lýstu yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kölluðu eftir þjóðarátaki. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra fagnar umræðunni og segist sammála foreldrum, þörf sé á átaki. „Ég held að það þurfi að gera meira. Við þurfum að taka þessari umræðu alvarlega og fylgja henni eftir þannig ég fagna þessu framtaki.“ Hann undirbýr nú frumvarp sem tekur á nikótínneyslu ungmenna sérstaklega. „Og takmarka enn frekar aðgengi að þessum vörum og verja, eins og forvarnarstefna og þau lög kveða á um, sérstaklega börn og unglinga sem eru viðkvæmir hópar fyrir auglýsingamennsku á þessu sviði.“ Hann segist vonast til að geta lagt frumvarpið fram strax á haustmánuðum og segir nikótínskatt og auglýsingabann á meðal aðgerða sem til skoðunar eru í undirbúningi frumvarpsins. „Við höfum auðvitað verið að fylgja bara Evrópu í þessum málum, í tóbaksvarnarlögunum, það er til að mynda einsleitar umbúðir. Verðlagning er tæki eins og skattlagning í áfenginu sem hefur verið beitt og hefur mikil áhrif. Þetta er ný vara og við þurfum svolítið að fóta okkur í því.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira