Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn fyrir Düsseldorf sem lenti undir á 41. mínútu.
Ulm leiddi allt þar til níu mínútur voru eftir. Þá jafnaði Dzenan Pejcinovic og aðeins mínútu síðar skoraði Danny Schmidt sigurmark Düsseldorf. Liðið er sjö stig í 2. sæti deildarinnar.
Rúnar Þór Sigurgeirsson lék allan leikinn fyrir Willem II sem gerði 1-1 jafntefli við Heracles í hollensku úrvalsdeildinni. Willem II er ósigrað með fimm stig í 7. sæti deildarinnar.
Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður hjá Elfsborg og lék síðustu nítján mínúturnar þegar liðið sigraði Gautaborg, 3-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Eggert Aron Guðmundsson sat allan tímann á varamannabekk Elfsborg sem er í 4. sæti deildarinnar.
Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn fyrir Gautaborg sem er án sigurs í síðustu sex leikjum sínum. Liðið er í 12. sæti deildarinnar.