Soucek kom West Ham yfir á 67. mínútu. Hann hljóp í kjölfarið í átt að stuðningsmönnum Hamranna ásamt samherjum sínum.
Stuðningsmennirnir voru þó aðeins of ákafir í fagnaðarlátunum og þeir duttu inn á völlinn þegar LED auglýsingaskilti gaf sig. Það féll ofan á boltastrák Palace og fötin hans virtust festast í því.
Soucek var fljótur að hugsa og losaði strákinn undan skiltinu. Bowen hjálpaði honum svo á fætur og allt fór vel.
Bowen skoraði síðan annað mark West Ham á 72. mínútu og gulltryggði sigur liðsins.
West Ham er með þrjú eftir fyrstu tvo leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en Palace er án stiga.