Leitar vitna vegna ógnandi tilburða óþolinmóðs ökumanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 22:28 Sandra Rós segir fólk ekki mega komast upp með slíka hegðun. Vísir/Samsett Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir var í dag í brautarvörslu á Seltjarnarnesi vegna Reykjavíkurmaraþonsins þegar óþolinmóður bílstjóri ók utan í hana með þeim afleiðingum að eitthvað small í hnénu á henni. Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“ Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira
Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“
Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vakt frá 22. desember Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Sjá meira