Leitar vitna vegna ógnandi tilburða óþolinmóðs ökumanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 22:28 Sandra Rós segir fólk ekki mega komast upp með slíka hegðun. Vísir/Samsett Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir var í dag í brautarvörslu á Seltjarnarnesi vegna Reykjavíkurmaraþonsins þegar óþolinmóður bílstjóri ók utan í hana með þeim afleiðingum að eitthvað small í hnénu á henni. Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“ Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Sandra var að vinna sjálfboðaliðastarf við að koma í veg fyrir að umferð truflaði hlaupara úti á Seltjarnarnesi. Hún lýsir því að einn óþolinmaður ökumaður á stórum bíl hafi verið í þvílíkri hraðferð að hann beinlínis ók utan í hana. „Það small eitthvað í hnénu á mér við þetta óhapp þar sem ég stökk frá svo ég yrði ekki keyrð niður með þessum 2.5 tonna bíl,“ segir hún. Ógnaði henni ítrekað Hún segir ökumanninn hafa verið að reyna að komast inn á Norðurströnd af Barðaströnd norðanmegin á Seltjarnarnesi. Hann hafi ítrekað reynt að komast framhjá Söndru sem í hvert skipti fór fyrir hann svo honum tækist ekki að trufla hlaupara. „Hann heldur bara áfram,“ segir Sandra. Hún segir að við þennan smell í hnénu hafi komið sér undan og bíllinn hafi í kjölfarið keyrt inn á Norðurströndina og í burt, þó svo að það hafi verið fólk að hlaupa á þeim vegarkafla. „Þetta var ekkert þægilegt. En ég stóð þarna áfram og kláraði þessa vakt,“ segir Sandra. Leitar vitna Hún fór eftir vaktina til lögreglunnar og gaf skýrslu, gaf upp bílnúmer ökumannsins og sagði lögreglumönnum frá atburðarrásinni. Síðan fór hún á bráðamóttökuna og lét líta á hnéð. Sandra leitar nú vitna að atvikinu svo að það sé ekki „bara þetta klassíska orð gegn orði.“ Sandra segist einnig hafa heyrt frá öðrum sjálfboðaliðum af öðrum svipuðum uppákomum. Ökumenn hafi hent fúkyrðum í brautarverði og verið með ógnandi tilburði í þeirra garð. „Það er ekki eins og það sé ekki búið að auglýsa út um allt að í dag væri þetta maraþon og að það yrði lokað,“ segir Sandra og bætir við að lokum: „Svona hegðun, fólk má ekki fá að komast upp með svona. Þetta er bara ekki í lagi.“
Reykjavíkurmaraþon Bílar Seltjarnarnes Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira