Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 24. ágúst 2024 11:42 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt vegna aurskriðu. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “ Norðurþing Slökkvilið Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Mbl.is greindi fyrst frá. „Þetta var í raun og veru mikill vatnsflaumur sem kom þarna niður hlíðina í þessari brekku fyrir ofan og hafði tekið með sér svona leir og mold úr jarðveginum og það lág svona þéttur leir upp að þessu húsi þegar við komum á staðinn og var farið að leka inn í húsið bæði vatn og aur.“ Íbúar fái líklegast að fara aftur heim í dag Kristján tekur fram að hann telji líklegt að íbúar fái að snúa aftur til heimila sinna seinna í dag en bætir við að lögreglan á Norðurlandi-Eystra taki þó endanlega ákvörðun varðandi það. „Þetta var ekki rýmt í neinu snarhasti, þetta var fyrst og fremst öryggisaðgerð að rýma þessi þrjú hús. Allur jarðvegur var svo gegnsósa í þessari brekku og ef eitthvað færi af stað þá væri ekki sofandi fólk í húsunum. Lögreglan tók þá ákvörðun.“ Aðgerðir gengu vel Hann segir að allar aðgerðir á svæðinu hafi gengið vel í nótt og að vinna hafi staðið yfir til klukkan þrjú í nótt. „Það var strax ákveðið að fá gröfur þarna á staðinn og útbúa einhverjar rásir svona til að veita vatninu fram hjá húsinu svo það lægi ekki allt upp að húsinu. Þar sem ekki var hægt að koma gröfunum að var handmokað aðeins. Þetta létti talsvert á húsinu.“ Óhemju rigning í bænum Svo best sem Kristján veit er þetta í fyrsta sinn sem að aurskriða fellur í bænum og segir hann þetta hafa komið að einhverju leiti á óvart. „Það var rigning alveg í gær og í fyrradag. Það var búin að vera alveg óhemju rigning í bænum. Algjört skýfall gjörsamlega. “
Norðurþing Slökkvilið Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira