Óvíst hvernig skólahópurinn smitaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2024 17:18 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir erfitt að segja til um hvernig hópur skólabarna smitaðist af magakveisu í Emstrum í nótt. Einkenni þeirra benda til að um nóróveiru sé að ræða. Vísir/Arnar Allt bendir til að upp hafi komið nóróveirusmit í Emstruskála, Básum og í Þórsmörk þar sem hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir veiktust í nótt. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir óljóst hvernig smitið kom upp. Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Hún segir engan hafa veikst alvarlega og ekki sé vitað hvernig fólkið smitaðist. Fyrstu veikinda varð vart meðal barna á skólaferðalagi í Emstrum í gærkvöldi og í morgun höfðu tugir bæst í hópinn. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að aðstoða hópinn á Hvolsvöll í morgun og var málið í kjölfarið tilkynnt til heilbrigðiseftirlits og sóttvarnalæknis og sóttvarnabúnaður fluttur í skálana. „Þetta virðist vera [nóróveiran] miðað við einkennin og birtingarmyndina. Þetta eru tveir hópar og það virðist vera sem helmingur af hvorum hópi hafi verið kominn með einkenni þegar við heyrðum af þessu. En enginn með alvarleg veikindi sem betur fer,“ segir Guðrún. Sum bara með uppköst Hún segir ekki liggja fyrir hvernig hóparnir smituðust. „Og það er ekkert víst að maður komist að því. Ef þetta er til dæmis nóróveiran þá er hún mjög smitandi, smitast á milli fólks. Svo getur hún líka verið á yfirborði: Hurðarhúnum, borðplötum, hlutum, jafnvel rúmfötum. Þannig að það er oft erfitt að finna út úr því,“ segir Guðrún. „Auðvitað getur það líka tengst mat en það er alls ekki alltaf þannig og það er oft mjög erfitt að finna upprunann. Fólk hefur oft auðvitað verið á mörgum stöðum. Þó þetta hafi verið tengt þessum skálum og einkennin hafi byrjað þar þá er ekki endilega víst að smitin hafi orðið þar og alls ekki. Það er til dæmis ólíklegt að það hafi verið þarna í síðasta skálanum því að einkennin byrjuðu það fljótt eftir komuna þangað.“ Hún segir næsta mál á dagskrá að ná sýnum til að greina hvað það er sem valdi veikindunum. „Það tekst ekki alltaf. Til dæmis eru mörg af þessum börnum með uppköst en ekki niðurgang. Þannig að þá fáum við ekki sýni. Það getur verið nóróveira eða eitthvað annað en þá er ekki hægt að taka sýni og gera rannsókn á því.“ Hlusta má á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Rangárþing ytra Fjallamennska Tengdar fréttir Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45 Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44 Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Sjá meira
Einkenni nóróveiru komin fram „Einkennin eru ansi grunsamleg fyrir nóróveiru, sem er mjög smitandi og getur valdið hópsýkingum.“ 23. ágúst 2024 13:45
Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. 23. ágúst 2024 11:44
Fimmtán börn veik í gærkvöldi en fimmtíu í morgun Hátt í fimmtíu börn og sjö fullorðnir hafa notið aðstoðar björgunarsveita í nótt og í morgun eftir að hafa veikst í Emstruskála Ferðafélags Íslands, þar sem þau voru í skólaferðalagi. Fleiri tilkynningar hafa borist björgunarsveitum um veikindi á svæðinu frá því í morgun. 23. ágúst 2024 09:54