Eftirlitið á kafi vegna fjölda smita Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. ágúst 2024 11:44 Fjöldi barna dvaldi í skálum FÍ í Emstrum en hafa nú verið flutt með björgunarsveitum vegna veikinda. vísir/vilhelm Lögregla, sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit róa nú öllum árum að því að rekja uppruna veikinda sem komu upp hjá stórum hópi ferðafólks í Emstrum og Básum í gærkvöldi og í morgun. „Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“ Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
„Núna er bara verið að leita bara upprunans. Það liggur í raun ekkert fyrir, en það er ósennilegt að það sé í vatnslindum á svæðinu,“ segir Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála og fasteigna hjá Ferðafélagi Íslands. „Tiltölulega nýlega var vatnssýnataka sem sýnir að það er bara mjög hreint og gott vatn. Veikindin sýna þau einkenni líka, að það er eitthvað annars konar sem er að breiðast út þarna.“ Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa einkenni hinna veiku meðal annars lýst sér í uppköstum og niðurgangi. Stefán Jökull Jakobsson.vísir/vilhelm Eftitlitið á kafi Greint var frá smitinu í morgun. Þá var ljóst að hátt í fimmtíu skólabörn, ásamt starfsólki, hefði veikst. Björgunarsveitir voru kallaðar út til að ferja hópinn frá skálum Ferðafélagsins í Emstrubotnum. Þegar hópurinn kom að Hvolsvelli héldu áfram að berast tilkynningar um veikindi á neðanverðum Laugarveginum, meðal annars í Básum og í Þórsmörk. Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir í samtali við fréttastofu fram séu komnar vísbendingar um hvers konar veikindi sé að ræða, en hún vildi ekki tjá sig að svo stöddu. „En ég vil ekki setja einhverjar getgátur út í loftið,“ segir Sigrún. „Við erum bara á kafi í aðgerðum,“ segir Sigrún. Stýrihópur fundar þessa stundina um málið. Skálum ekki lokað Stefán Jökull segir að Ferðafélagið vinni sömuleiðis hörðum höndum að þrifum og sóttvörnum á svæðinu. „Eðlileg viðbrögð við svona flensum. Það er verið að bæta í þrifin og sérstaklega farið yfir sameiginlega fleti. Salerni og þess háttar, tvisvar þrisvar á dag á meðan við finnum út úr upprunanum.“ Verður skálunum lokað? „Nei þeim verður ekki lokað.“ Er það skynsamlegt, í ljósi aðstæðna? „Algjörlega, það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé tengt skálunum eða tengt vatnsneyslu.“
Björgunarsveitir Heilbrigðiseftirlit Rangárþing ytra Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira