Fólk rugli oft Íslendingum og Grænlendingum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 22:00 Qupanuk Olsen er stödd á Íslandi þessa dagana. Vísir/Bjarni Vinsælasti áhrifavaldur Grænlands telur landið verða næsta heita áfangastað norðursins. Ferðamennska þar er á blússandi siglingu, meðal annars vegna myndbandanna sem hún birtir á samfélagsmiðlum sínum. Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk. Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk.
Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira