Ótrúlega öflug meðferð Dáleiðsluskóli Íslands 23. ágúst 2024 11:33 Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir (t.v.) og Hansína Guðmundsdóttir eru báðar klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Þær eru báðar mjög ánægðar með námið og hlakka til að takast á við fjölbreytt verkefni þar sem námið nýtist þeim vel. Anton Brink Þær Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir og Hansína Guðmundsdóttir eru báðar klínískir dáleiðendur og sérfræðingar í Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands. Þær voru spurðar um líf og störf til þessa: Ingibjörg: „Auk þess að vera klínískur dáleiðandi er ég hjúkrunarfræðingur B.sc með viðbótarnám í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands og lauk meistaranámi frá Félagsvísindadeild HÍ árið 2007. Ég hef lengst af starfað á geðsviði LSH við Hringbraut þar sem ég starfa nú í hlutastarfi. Endurmenntun er mikilvægur hluti af starfinu og lauk ég diplómanámi í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun HÍ og grunnþjálfun í EMDR hjá EMDR-stofunni.“ Hansína: „Eins og gengur og gerist þá var ég með ákveðin plön en svo kom lífið og plönin snerust við og ég byrjaði á börnunum og á þrjár uppkomnar dætur með eiginmanni mínum. Ég dreif mig í háskólanám eftir þrítugt og lét reynsluna af vinnumarkaði ráða og valdi viðskiptafræði. Þannig gat ég byggt á bæði reynslunni og gráðunni. Fór svo síðar í jákvæða sálfræði á meistarastigi og þar fann ég mig, en náði ekki að klára lokaverkefnið þar sem Covid mætti á svæðið og ég var þá að vinna á heilbrigðisstofnun svo ég þurfti að forgangsraða. Á sínum tíma fór ég líka í reiki og tók Reikimeistarann en reikið vinnur mjög vel með dáleiðslunni.“ Hvers vegna fórstu í dáleiðslunámið? Hansína: „Ég er búin að starfa víða í launa- og starfsmannamálum og hef lært mjög mikið á því. Við erum með heilu stéttirnar sem eru að bugast af álagi og margir sem hafa horfið af vinnumarkaðnum vegna þessa. Eftir að hafa starfað í þessum málum og þurft að horfa upp á þetta án þess að geta gripið inn í, þá sá ég að meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun er virkilega góð leið fyrir fólk til að bæta heilsuna og lífið því það er hægt að gera svo ótrúlega margt með þessari meðferð. Hún er ótrúlega öflug. Oft þarf ekki nema eitt eða tvö skipti. Og það merkilegasta er að hún bara virkar.“ Ingibjörg: „Ég kynntist fyrst dáleiðslu hjá Jakobi Jónassyni geðlækni þegar hann kynnti þessa meðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólki spítalans á árunum 1990-1995. Hann hafði lært dáleiðslu í Þýskalandi. Ég man að Jakob notaði stundum pendúl þegar hann var að dáleiða og rödd hans var einstaklega djúp og sefandi. Þú gast ekki annað en fylgt leiðbeiningum hans og fallið í djúpt dáleiðsluástand. Hann hafði gaman af því að sýna okkur hvers megnug undirvitundin var og hvernig hægt var að nota ímyndunaraflið í æfingarsal hugans til að gera breytingar og bæta líðan. Ég var viss um að ekki væri jafn vandað dáleiðslunám og var hjá Jakobi í boði en ákvað að láta slag standa og læra meira í Dáleiðsluskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum og ég hef nú fengið fleiri og öflugri verkfæri í verkfærakistuna sem ríma vel við annað nám mitt.“ „Hún er ótrúlega öflug," segir Hansína Guðmundsdóttir um meðferðardáleiðslu og Hugræna endurforritun. „Oft þarf ekki nema eitt eða tvö skipti. Og það merkilegasta er að hún bara virkar.“Anton Brink Breytti námið í Dáleiðsluskóla Íslands einhverju fyrir ykkur sjálfar? Ingibjörg: „Það er mjög margt sem við lærðum sem er gagnlegt að nota helst á hverjum degi. Eitt af því er sjálfsdáleiðsla sem er öflugt tæki að nota til streitulosunar. Einnig lærum við að setja upp friðsælan og öruggan stað í huganum sem auðveldlega má kalla fram í daglegu lífi. Því er svo ekki að neita að smám saman færðist meiri kyrrð yfir hugann og það varð auðveldara að koma hlutunum í verk.“ Hansína: „Ég ætlaði upphaflega að fara einungis í grunnnámið í Dáleiðsluskóla Íslands en kom svo heim úr skólanum einn daginn og tilkynnti að ég væri að fara í framhaldsnámið líka. Ég var mest hissa sjálf, fjölskyldan tók þessu sem sjálfsögðum hlut. Ég missti bróður minn í desember 2022 úr krabbameini sem sneri þennan sterka mann niður á þremur mánuðum. Ég fylgdi honum í gegnum þetta sem nánasti aðstandandi þar sem synir hans búa allir í Danmörku. Á meðan á þessu stóð og lengi á eftir gat ég ekki hugleitt. Eftir stuttan tíma á grunnnámskeiðinu náði ég að hugleiða aftur. Allt hefur verið upp á við síðan. Þessi lærdómur á hug minn og hjarta, það er svo mikil mildi í þessari meðferð.“ Anton Brink Hefur þú náð jafn góðum árangri fyrir aðra og þú upplifir sjálf ? Hansína: „Já, tvímælalaust, ef ekki meiri árangri en hjá mér sjálfri. Kannski ætti ég að segja öðruvísi árangri. Það eru svo margir sem eru að glíma við miklu erfiðari áföll og þeir finna enn meiri mun við að leggja frá sér byrðina. Fyrir utan að leysa fólk undan afleiðingum áfalla er hægt að gera svo fjölmargt annað með þessari meðferð, t.d. breyta venjum, auka sjálfstraust, losna við neikvæðar raddir innra með okkur, losna við fastar tilfinningar, ranghugmyndir um okkur sjálf, skömm, þöggun og allar tengingar þessara atriða í líkamanum. Meðferðin býður auk þess upp á áreynslulausa þyngdarstjórnun sem undirvitundin stýrir. Það er meira að segja hægt að móta framtíðina eins og þú vilt hafa hana með því að sjá til þess að allt í undirvitundinni vinni með þér og ekkert hamli framtíðardraumum þínum.“ Ingibjörg: „Við fylgjumst með árangri meðferðarþega með því að leggja fyrir matskema sem mælir styrkleika einkenna bæði fyrir og eftir meðferð. Margir ná mjög góðum árangri og einkenni minnka oft verulega þannig að þau eru ekki truflandi í daglegu lífi. Það kemur mér oft á óvart hversu áhrifarík meðferðin er og hversu miklum árangri fólk nær jafnvel eftir eitt skipti. Þessi árangur er alltaf að einhverju leiti varanlegur og fólk þarf því ekki að endurtaka meðferðina og koma í mörg skipti.“ „Ég hlakka til að nota meðferðina til góðs fyrir aðra sem vilja bæta líf sitt og líðan,“ segir Ingibjörg Ingimarsdóttir.Anton Brink Hverjir ættu að nýta sér þessa meðferð? Hansína: „Meðferðin myndi gagnast flestum. Við höfum öll gengið í gegnum eitthvað sem við eigum eftir að vinna úr, höfum öll eitthvað sem við viljum bæta í eigin fari, venjum og lífi. Í dáleiðslunni hefur þú alltaf stjórnina, dáleiðandinn er aðeins leiðsögumaður. Þessi meðferð er líka sérstök að því leyti að það er hægt að vinna með rót vandans án þess að dáleiðandinn viti hvaða vandamál dáleiðsluþeginn er að vinna með. Dáleiðsluþeginn þarf hvorki að upplifa áföllin aftur eða koma þeim í orð fyrir dáleiðandann – sem ég leyfi mér að segja að sé einstakt í meðferðarúrræði.“ Ingibjörg: „Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun hafa sýnt sig að vera áhrifaríkar meðferðir sem fólk er afar ánægt með. Dáleiðsla er ekki eitthvað sem dáleiðandinn gerir við meðferðarþegann heldur er öll dáleiðsla sjálfsdáleiðsla og dáleiðandinn því einungis leiðbeinandinn í þessu ferðalagi meðferðarþegans inn á við. Undirvitundin geymir allar upplýsingar um það sem hent hefur á lífsleiðinni og gerir okkur að þeirri manneskju sem við erum í dag. Oft er fólk hissa þegar það er vakið upp úr dáleiðslunni en líður betur og er endurnært. Áhrifa breytinganna fer oft ekki að gæta fyrr en síðar og stundum eru það aðrir sem taka fyrst eftir breyttri líðan. Til þess að ná árangri með Hugrænni endurforritun þarf oftast ekki nema eitt eða tvö skipti sem gjarnan eru 2-3 klukkustundir hvert skipti. Ég hlakka til að nota meðferðina til góðs fyrir aðra sem vilja bæta líf sitt og líðan.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 6. september 2024 Hægt er að bóka sig á daleidsla.is Til að finna meðferðaraðilla í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Hansínu og Ingibjörgu) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda, kvidalaus.is Heilsa Skóla- og menntamál Dáleiðsla Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira
Þær voru spurðar um líf og störf til þessa: Ingibjörg: „Auk þess að vera klínískur dáleiðandi er ég hjúkrunarfræðingur B.sc með viðbótarnám í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands og lauk meistaranámi frá Félagsvísindadeild HÍ árið 2007. Ég hef lengst af starfað á geðsviði LSH við Hringbraut þar sem ég starfa nú í hlutastarfi. Endurmenntun er mikilvægur hluti af starfinu og lauk ég diplómanámi í Hugrænni atferlismeðferð frá Endurmenntun HÍ og grunnþjálfun í EMDR hjá EMDR-stofunni.“ Hansína: „Eins og gengur og gerist þá var ég með ákveðin plön en svo kom lífið og plönin snerust við og ég byrjaði á börnunum og á þrjár uppkomnar dætur með eiginmanni mínum. Ég dreif mig í háskólanám eftir þrítugt og lét reynsluna af vinnumarkaði ráða og valdi viðskiptafræði. Þannig gat ég byggt á bæði reynslunni og gráðunni. Fór svo síðar í jákvæða sálfræði á meistarastigi og þar fann ég mig, en náði ekki að klára lokaverkefnið þar sem Covid mætti á svæðið og ég var þá að vinna á heilbrigðisstofnun svo ég þurfti að forgangsraða. Á sínum tíma fór ég líka í reiki og tók Reikimeistarann en reikið vinnur mjög vel með dáleiðslunni.“ Hvers vegna fórstu í dáleiðslunámið? Hansína: „Ég er búin að starfa víða í launa- og starfsmannamálum og hef lært mjög mikið á því. Við erum með heilu stéttirnar sem eru að bugast af álagi og margir sem hafa horfið af vinnumarkaðnum vegna þessa. Eftir að hafa starfað í þessum málum og þurft að horfa upp á þetta án þess að geta gripið inn í, þá sá ég að meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun er virkilega góð leið fyrir fólk til að bæta heilsuna og lífið því það er hægt að gera svo ótrúlega margt með þessari meðferð. Hún er ótrúlega öflug. Oft þarf ekki nema eitt eða tvö skipti. Og það merkilegasta er að hún bara virkar.“ Ingibjörg: „Ég kynntist fyrst dáleiðslu hjá Jakobi Jónassyni geðlækni þegar hann kynnti þessa meðferð fyrir heilbrigðisstarfsfólki spítalans á árunum 1990-1995. Hann hafði lært dáleiðslu í Þýskalandi. Ég man að Jakob notaði stundum pendúl þegar hann var að dáleiða og rödd hans var einstaklega djúp og sefandi. Þú gast ekki annað en fylgt leiðbeiningum hans og fallið í djúpt dáleiðsluástand. Hann hafði gaman af því að sýna okkur hvers megnug undirvitundin var og hvernig hægt var að nota ímyndunaraflið í æfingarsal hugans til að gera breytingar og bæta líðan. Ég var viss um að ekki væri jafn vandað dáleiðslunám og var hjá Jakobi í boði en ákvað að láta slag standa og læra meira í Dáleiðsluskóla Íslands. Námið fór fram úr mínum björtustu vonum og ég hef nú fengið fleiri og öflugri verkfæri í verkfærakistuna sem ríma vel við annað nám mitt.“ „Hún er ótrúlega öflug," segir Hansína Guðmundsdóttir um meðferðardáleiðslu og Hugræna endurforritun. „Oft þarf ekki nema eitt eða tvö skipti. Og það merkilegasta er að hún bara virkar.“Anton Brink Breytti námið í Dáleiðsluskóla Íslands einhverju fyrir ykkur sjálfar? Ingibjörg: „Það er mjög margt sem við lærðum sem er gagnlegt að nota helst á hverjum degi. Eitt af því er sjálfsdáleiðsla sem er öflugt tæki að nota til streitulosunar. Einnig lærum við að setja upp friðsælan og öruggan stað í huganum sem auðveldlega má kalla fram í daglegu lífi. Því er svo ekki að neita að smám saman færðist meiri kyrrð yfir hugann og það varð auðveldara að koma hlutunum í verk.“ Hansína: „Ég ætlaði upphaflega að fara einungis í grunnnámið í Dáleiðsluskóla Íslands en kom svo heim úr skólanum einn daginn og tilkynnti að ég væri að fara í framhaldsnámið líka. Ég var mest hissa sjálf, fjölskyldan tók þessu sem sjálfsögðum hlut. Ég missti bróður minn í desember 2022 úr krabbameini sem sneri þennan sterka mann niður á þremur mánuðum. Ég fylgdi honum í gegnum þetta sem nánasti aðstandandi þar sem synir hans búa allir í Danmörku. Á meðan á þessu stóð og lengi á eftir gat ég ekki hugleitt. Eftir stuttan tíma á grunnnámskeiðinu náði ég að hugleiða aftur. Allt hefur verið upp á við síðan. Þessi lærdómur á hug minn og hjarta, það er svo mikil mildi í þessari meðferð.“ Anton Brink Hefur þú náð jafn góðum árangri fyrir aðra og þú upplifir sjálf ? Hansína: „Já, tvímælalaust, ef ekki meiri árangri en hjá mér sjálfri. Kannski ætti ég að segja öðruvísi árangri. Það eru svo margir sem eru að glíma við miklu erfiðari áföll og þeir finna enn meiri mun við að leggja frá sér byrðina. Fyrir utan að leysa fólk undan afleiðingum áfalla er hægt að gera svo fjölmargt annað með þessari meðferð, t.d. breyta venjum, auka sjálfstraust, losna við neikvæðar raddir innra með okkur, losna við fastar tilfinningar, ranghugmyndir um okkur sjálf, skömm, þöggun og allar tengingar þessara atriða í líkamanum. Meðferðin býður auk þess upp á áreynslulausa þyngdarstjórnun sem undirvitundin stýrir. Það er meira að segja hægt að móta framtíðina eins og þú vilt hafa hana með því að sjá til þess að allt í undirvitundinni vinni með þér og ekkert hamli framtíðardraumum þínum.“ Ingibjörg: „Við fylgjumst með árangri meðferðarþega með því að leggja fyrir matskema sem mælir styrkleika einkenna bæði fyrir og eftir meðferð. Margir ná mjög góðum árangri og einkenni minnka oft verulega þannig að þau eru ekki truflandi í daglegu lífi. Það kemur mér oft á óvart hversu áhrifarík meðferðin er og hversu miklum árangri fólk nær jafnvel eftir eitt skipti. Þessi árangur er alltaf að einhverju leiti varanlegur og fólk þarf því ekki að endurtaka meðferðina og koma í mörg skipti.“ „Ég hlakka til að nota meðferðina til góðs fyrir aðra sem vilja bæta líf sitt og líðan,“ segir Ingibjörg Ingimarsdóttir.Anton Brink Hverjir ættu að nýta sér þessa meðferð? Hansína: „Meðferðin myndi gagnast flestum. Við höfum öll gengið í gegnum eitthvað sem við eigum eftir að vinna úr, höfum öll eitthvað sem við viljum bæta í eigin fari, venjum og lífi. Í dáleiðslunni hefur þú alltaf stjórnina, dáleiðandinn er aðeins leiðsögumaður. Þessi meðferð er líka sérstök að því leyti að það er hægt að vinna með rót vandans án þess að dáleiðandinn viti hvaða vandamál dáleiðsluþeginn er að vinna með. Dáleiðsluþeginn þarf hvorki að upplifa áföllin aftur eða koma þeim í orð fyrir dáleiðandann – sem ég leyfi mér að segja að sé einstakt í meðferðarúrræði.“ Ingibjörg: „Meðferðardáleiðsla og Hugræn endurforritun hafa sýnt sig að vera áhrifaríkar meðferðir sem fólk er afar ánægt með. Dáleiðsla er ekki eitthvað sem dáleiðandinn gerir við meðferðarþegann heldur er öll dáleiðsla sjálfsdáleiðsla og dáleiðandinn því einungis leiðbeinandinn í þessu ferðalagi meðferðarþegans inn á við. Undirvitundin geymir allar upplýsingar um það sem hent hefur á lífsleiðinni og gerir okkur að þeirri manneskju sem við erum í dag. Oft er fólk hissa þegar það er vakið upp úr dáleiðslunni en líður betur og er endurnært. Áhrifa breytinganna fer oft ekki að gæta fyrr en síðar og stundum eru það aðrir sem taka fyrst eftir breyttri líðan. Til þess að ná árangri með Hugrænni endurforritun þarf oftast ekki nema eitt eða tvö skipti sem gjarnan eru 2-3 klukkustundir hvert skipti. Ég hlakka til að nota meðferðina til góðs fyrir aðra sem vilja bæta líf sitt og líðan.“ Næsta grunnnámskeið Dáleiðsluskóla Íslands hefst 6. september 2024 Hægt er að bóka sig á daleidsla.is Til að finna meðferðaraðilla í klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun (meðal annars þær Hansínu og Ingibjörgu) ferðu á heimasíðu Félags Klínískra dáleiðenda, kvidalaus.is
Heilsa Skóla- og menntamál Dáleiðsla Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira