Þrír virkir leitendur fyrir hvern leigusamning Ólafur Björn Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 07:41 Ójafnvægi hefur aukist á milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. vísir/vilhelm Leigumarkaðurinn ber enn merki töluverðrar eftirspurnarspennu og hefur markaðsleiga ekki hækkað jafn mikið umfram verðbólgu í sjö ár. Alls voru þrír í virkri leit að leiguhúsnæði fyrir hvern nýjan leigusamning á leiguvefnum myigloo.is í júlí. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“ Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Eftirspurnin hefur aukist töluvert en til samanburðar var einn í virkri leit fyrir hvern nýjan leigusamning í byrjun þessa árs. Í skýrslunni kemur hins vegar fram að skörp hækkun markaðsleigu eigi ekki við um alla leigjendur. Miklu muni á markaðsleigu og meðalleigufjárhæð, sér í lagi á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stór hluti leiguíbúða séu í eigu óhagnaðardrifinna leigufélaga. Á meðan markaðsleiga hafi hækkað hratt á undanförnum misserum hafi meðalleigufjárhæð lækkað á föstu verðlagi á höfuðborgarsvæðinu. Hafa ber hugfast í því efni að leiguvísitalan byggir á leigusamningum um hefðbundnar íbúðir sem eru í eigu einstaklinga og fyrirtækja sem rekin eru í hagnaðarskyni. Á höfuðborgarsvæðinu er rétt tæpur helmingur (47%) leiguíbúða rekinn á félagslegum forsendum, en þar eru íbúðir í eigu ríkis, sveitarfélaga, og húsnæðissjálfseignarstofnana „Meðalleigufjárhæð á höfuðborgarsvæðinu í júlí var 233 þúsund krónur og hefur hún lækkað úr 238 þúsund krónum á einu ári samkvæmt gögnum úr Leiguskrá. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins var meðalleigan 228 þúsund krónur í júlí en var 225 þúsund krónur í júlí á síðasta ári.“ 19 prósent selst á yfirverði Í skýrslunni kemur fram að fasteignamarkaðurinn hafi verið líflegur á nýliðnum ársfjórðungi. Að teknu tilliti til uppkaupa Fasteignafélagsins Þórkötlu hafi kaupsamningar ekki verið fleiri á öðrum ársfjórðungi að undanskildum árunum 2007 og 2021. „Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 19 prósent eigna yfir ásettu verði í júní en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent. Íbúðaverð heldur einnig áfram að hækka umfram verðlag, en í júlí síðastliðnum hækkaði vísitala íbúðaverðs um 0,8 prósent á milli mánaða.“ Fram kemur að fyrstu kaupendum hafi fjölgað á fyrri hluta ársins, en hlutdeild þeirra í sögulegu samhengi sé enn lág. „Áhrif hárra vaxta gætir hér en fjölgun íbúða í eigu einstaklinga sem eiga eina íbúð hefur dregist hratt saman á síðustu árum á sama tíma og viðbótaríbúðir hafi auknum mæli runnið til stærri íbúðaeigenda.“
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Leigumarkaður Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira